fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Segir að Gerrard sé tilbúinn til þess að taka við Liverpool – „Hann verður allt klár þegar kallið kemur“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Arne Riise, fyrrum liðsfélagi Steven Gerrard, segir að Gerrard sé tilbúinn til þess að taka við Liverpool af Jurgen Klopp, núverandi knattspyrnustjóra félagsins.

Gerrard stýrði Rangers til sigurs í skosku úrvalsdeildinni og liðið hefur ekki tapað leik á tímabilinu í skosku deildinni.

Á meðan er Liverpool í vandræðum heimafyrir. Meiðslavandræði hafa sett strik í reikninginn, Englandsmeistararnir sitja í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hafa verið að spila langt undir getu.

„Ég vissi alltaf að Gerrard ætti eftir að gera góða hluti hjá Rangers vegna þess að hann leggur hart að sér. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Arne Riise í samtali við Mirror.

Jurgen Klopp hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Þýskalandi en hann neitað sjálfur fyrir það í dag að það myndi gerast.

„Ég verð ekki í boði í sumar til að gerast næsti þjálfari Þýskaland,“sagði Klopp þegar hann var spurður um málið í dag.

Riise telur að Gerrard gæti orðið knattspyrnustjóri strax í dag ef hann yrði beðinn um það.

„Fólk er að segja að honum skorti reynslu og að hann sé ennþá of ungur. Eitt sem ég veit um Steven Gerrard er að hann verður allt klár þegar kallið kemur. Hann er þannig manneskja,“ sagði John Arne Riise, fyrrum liðsfélagi Steven Gerrard hjá Liverpool

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina