fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Boris Johnson leggur til fjármuni í von um að HM 2030 verði á Englandi og í Írlandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 11:36

Ísland á HM 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur staðfest að ríkisstjórn hans muni styðja við það að Heimsmeistaramótið árið 2030 verði haldið í Bretlandi.

England og Írland vilja halda mótið saman og vonir standa til um að Heimsmeistaramótið verði haldið þar í landi frá árinu 1966, þegar England vann mótið síðast.

HM 2022 fer fram í Katar og fjórum árum síðar verður mótið haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.

Englendingar vilja fá mótið árið 2030 til sín en þjóðin barðist af miklum krafti til að fá mótinu 2018 og 2022 en hafði ekki erindi sem erfiði.

Englendingar hafa einnig rétt fram hjálparhönd til að halda Evrópumótið í sumar, UEFA hefur stefnt að því að hafa mótið í 12 löndum en líkur eru á að mótið fari yfir í eitt land vegna COVID-19.

Bretar hafa staðið sig vel í bólusetningum og ættu að geta haldið mótið í sumar án vandræða.

Johnson hefur lagt til 3 milljónir punda til að hefja umsóknarferli Englands og Írlands til að halda HM 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert