fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Vill ráða Arteta sem knattspyrnustjóra Barcelona

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 1. mars 2021 18:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joan Laporta, er einn af þeim einstaklingum sem vill verða næsti forseti spænska knattspyrnusfélagsins Barcelona. Laporta var forseti félagsins á árunum 2003-2010 og réði meðal annars Pep Guardiola sem knattspyrnustjóra á sínum tíma.

Það átti eftir að reynast farsæl ákvörðun en Guardiola var tiltölulega óreyndur knattspyrnustjóri á þeim tíma, hann hafði áður þjálfað C- og B-lið Barcelona.

Samkvæmt heimildum RAC1, hefur Laporta hug á að fá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal sem næsta stjóra Barcelona, verði hann kjörinn forseti á ný.

Arteta var á mála hjá Barcelona sem leikmaður árin 1999-2002 og eftir að leikmannaferli hans lauk var hann ráðinn aðstoðarþjálfari Guardiola hjá Manchester City.

Árið 2019 tók hann við Arsenal, stýrði liðinu til sigurs í enska bikarnum og er núverandi knattspyrnustjóri liðsins.

Laporta er einn af þremur einstaklingum sem berjast um að verða næsti forseti Barcelona en það hefur gustað mikið um spænska félagið síðustu daga.

Lögreglan í Barcelona réðst inn á Camp Nou heimavöll Barcelona í dag til að fara í aðgerðir á skrifstofu félagsins.

Forráðamenn Barcelona hafa verið sakaðir um að ráðið samfélagsmiðlafyrirtæki fyrir til að gera lítið úr núverandi og fyrrum leikmönnum félagsins. Málið er kallað Barca-Gate.

Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona er einn af þeim sem hefur verið handtekinn í þessum aðgerðum.

Samkvæmt miðlum á Spáni eru forráðamenn félagsins sakaðir um peningaþvætti og spillingu og skoðar lögreglan málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tjáir sig um Albert Guðmundsson

Tjáir sig um Albert Guðmundsson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Í gær

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri