fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Lengjubikarinn: Valur valtaði yfir ÍBV

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók á móti ÍBV í A-deild Lengjubikarsins í kvöld. Leikurinn endaði með 8-0 sigri Vals en leikið var á heimavelli liðsins, Origo vellinum.

Bergdís Fanney Einarsdóttir kom Val yfir með marki á 4. mínútu og þremur mínútum seinna varð Olga Sevcova, leikmaður ÍBV, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Á 21. mínútu skoraði Anna Rakel Pétursdóttir, þriðja mark Vals og hún var síðan aftur á ferðinni á 36. mínútu er hún skoraði fjórða mark liðsins.

Elín Metta Jensen, skoraði fimmta mark Vals á 41. mínútu og var því staðan í hálfleik 5-0.

Valskonur bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik frá Elínu Mettu, Mist Edvardsdóttur og Mary Alice Vignola og sáu til þess að leikurinn endaði með 8-0 sigri.

Valur er eftir leikinn í 1. sæti riðils-1 með 3 stig eftir fyrstu umferð. ÍBV er í neðsta sæti riðilsins með 0 stig.

Valur 8 – 0 ÍBV 
1-0 Bergdís Fanney Einarsdóttir (‘4)
2-0 Olga Sevcova (‘7)
3-0 Anna Rakel Pétursdóttir (’21)
4-0 Anna Rakel Pétursdóttir (’36)
5-0 Elín Metta Jensen (’41)
6-0 Elín Metta Jensen (’53)
7-0 Mist Edvardsdóttir (’55)
8-0 Mary Alice Vignola (’90)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki

Sjáðu myndbandið – Þakkaði öllum samherjum sínum í Frakklandi fyrir að hafa ekki orðið að skúrki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín

Birtir hótanir sem hún fær og segir þetta algengt – Hótað að vera nauðgað fyrir framan börnin sín
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar

Rekstur KSÍ fyrir þetta ár á áætlun – Gert ráð fyrir rekstrargjöld verði tæpir 2 milljarðar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu

Breska ríkisútvarpið talar um hrylling og telja að starf Heimis sé í verulegri hættu
433Sport
Í gær

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni

Ólga í Brasilíu – Komnir á HM en ömurleg undankeppni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool

Sjáðu myndirnar – Isak mættur á sína fyrstu æfingu hjá Liverpool