fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Lengjubikarinn: Valur valtaði yfir ÍBV

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók á móti ÍBV í A-deild Lengjubikarsins í kvöld. Leikurinn endaði með 8-0 sigri Vals en leikið var á heimavelli liðsins, Origo vellinum.

Bergdís Fanney Einarsdóttir kom Val yfir með marki á 4. mínútu og þremur mínútum seinna varð Olga Sevcova, leikmaður ÍBV, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Á 21. mínútu skoraði Anna Rakel Pétursdóttir, þriðja mark Vals og hún var síðan aftur á ferðinni á 36. mínútu er hún skoraði fjórða mark liðsins.

Elín Metta Jensen, skoraði fimmta mark Vals á 41. mínútu og var því staðan í hálfleik 5-0.

Valskonur bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik frá Elínu Mettu, Mist Edvardsdóttur og Mary Alice Vignola og sáu til þess að leikurinn endaði með 8-0 sigri.

Valur er eftir leikinn í 1. sæti riðils-1 með 3 stig eftir fyrstu umferð. ÍBV er í neðsta sæti riðilsins með 0 stig.

Valur 8 – 0 ÍBV 
1-0 Bergdís Fanney Einarsdóttir (‘4)
2-0 Olga Sevcova (‘7)
3-0 Anna Rakel Pétursdóttir (’21)
4-0 Anna Rakel Pétursdóttir (’36)
5-0 Elín Metta Jensen (’41)
6-0 Elín Metta Jensen (’53)
7-0 Mist Edvardsdóttir (’55)
8-0 Mary Alice Vignola (’90)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina