fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Mikael spilaði í tapi – Misstu af mikilvægum stigum í toppbaráttunni

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 19:39

Mikael Neville/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Neville Anderson spilaði í 1-2 tapi Midtjylland gegn Sönderjyske í 14. ufmerð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikið var á MCH Arena í Midtjylland.

Mads Albæk, kom Sönderjyske yfir með marki á 45. mínútu.

Mikael kom inn á 72. mínútu í staðinn fyrir Alexander Scholz, fyrrverandi leikmann Stjörnunnar.

Á 80. mínútu tvöfaldaði Anders Jacobsen forystu Sönderjyske með marki eftir stoðsendingu frá Stefan Gartenmann.

Leikmenn Midtjylland náðu að minnka muninn í uppbótartíma venjulegs leiktíma með marki frá Erik Sviatchenko en nær komst liðið ekki.

Leikurinn endaði með 1-2 sigri Sönderjyske sem er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 27 stig. Ísak Óli Ólafsson, leikmaður liðsins sat allan tímann á varamannabekknum í kvöld.

Midtjylland er í 1. sæti deildarinnar með 27 stig, jafnmörg stig og Bröndby sem leikur nú gegn Nordsjælland og getur gert toppsæti deildarinnar að sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag