fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Klopp um málið sem stjórn félagsins skoðar nú – „Ég er ekki með neinar ofurkröfur“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. janúar 2021 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að félagið verði að skoða það hvort hægt sé að kaupa varnarmann fyrir lok gluggans á mánudag.

Liverpool vann í gær sigur á Tottenham en það sem gerir sigurinn þó súrsætan eru meiðsli Joel Matip, varnarmaðurinn seinheppni meiddist illa á ökkla. Matip skaddaði liðbönd í ökkla og var Jurgen Klopp, stjóri Liverpool ekki glaður í bragði að leik loknum.

Fyrir eru Joe Gomez og Virgil van Dijk frá vegna meiðsla og óvíst er hvenær þeir fá að snúa aftur. Ætla má að Klopp reyni allt til þess að sannfæra stjórn félagsins um að kaupa miðvörð á næstu dögum.

„Við höfum hugsað um þetta allan tímann en þetta snýst um að gera það sem er rétt. Ég er ekki með neinar ofurkröfur,“ sagði Klopp.

„Við þurfum bara að finna rétta leikmanninn, við erum með leikmenn. Vissulega eru ekki margir varnarmenn, það er í raun ótrúlegt hvernig þetta hefur gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham

Amorim segir United á allt öðrum og betri stað frá síðasta leik við Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?

Er Messi að fara til Tyrklands til að gera sig kláran fyrir HM?