fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Þetta eru viðbrögð fólks í Svíþjóð eftir að fréttinn um Kolbein fór út – „Það er skrifað í skýin“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson hefur skrifað undir eins árs samning við IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann gerir eins árs samning við félagið.

Kolbeinn rifti samningi sínum við AIK í Svíþjóð fyrir jól þegar ár var eftir af samningi hans. Tíðindin koma blaðamönnum í Svíþjóð nokkuð á óvart enda hafði ekkert heyrst af áhuga Gautaborgar, tíðindin koma því eins og þruma úr heiðskíru lofti.

Daniel Kristoffersson blaðamaður hjá Expressen í Svíþjóð segir að allar líkur á því að Kolbeinn fái stærstan hluta launa sinna fyrir spilaða leiki, þannig hafi samningur hans við AIK verið.

Framherjinn knái hafði fyrir dvöl sína hjá AIK lítið sem ekkert spilað fótbolta í tæp þrjú ár, eftir Evrópumótið í Frakklandi árið 2016 glímdi Kolbeinn við mikið af meiðslum. Hann var síðan settur í frystikistuna hjá Nantes í Frakklandi og fékk ekkert að spila.

Hjá AIK tókst honum ekki að finna sitt besta form, framherjinn sem er alltaf líklegur til þess að skora fyrir íslenska landsliðið átti í vandræðum með að skora hjá AIK. Kolbeinn er þrítugur að aldri og er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Hér að neðan má sjá viðbrögð fólks í Svíþjóð við tíðindum dagsins.

Robert Laul – Íþróttafréttamaður
Ef það er eitthvað sem Gautaborg hefur vantað síðustu þrjú ár er það kraftmikill framherji. Sterkur maður í fremstu víglinu, Kolbeinn Sigþórsson var mikið meiddur hjá AIK. Ef Gautaborg tekst að koma honum á flug þá eru hæfileikarnir til staðar, ég fylgdi honum eftir á EM 2016 og hann var magnaður.

Abbe AIK
Hef lílkega aldrei hlegið eins og núna, það versta er að Kolbeinn skorar örugglega tíu mörk á næstu leiktíð og 2-3 af þeim verða gegn AIK. Það er skrifað í skýin.

Joakim Johansen
Það er risastórt fyrir IFK Gautaborg að fá Kolbein Sigþórsson í sínar raðir.

Daniel Kristoffersson – Íþróttafréttamaður
Það kemur hrikalega á óvart að Kolbeinn Sigþórsson sé mættur í Gautaborg, spennandi að sjá hvort Gautaborg komi honum í ganga eftir erfið ár í AIK, þar sem hann var mikið meiddur. Það er ansi líklegt að samningur hans sé að mestu árangurstengdur líkt og hjá AIK.

Anel Avdic – Íþróttafréttamaður
Kolbeinn Sigþórsson er lentur í Gautaborg, það verður mjög spennandi að fylgjast með þessu.

Markus Nilsson
Vonum að Kolbeinn reynist okkur betur en aðrir leikmenn sem hafa komið með tengingu við AIK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig um Albert Guðmundsson

Tjáir sig um Albert Guðmundsson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Í gær

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Í gær

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri