fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Klopp vonast eftir því að Matip æfi í dag eða á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. janúar 2021 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool vonast til þess að Joel Matip geti æft í dag eða á morgun. Hann vonast til að hann geti spilað gegn Manchester United á sunnudag.

Það gæti orðið hausverkur fyrir Jurgen Klopp, stjóra Liverpool að stilla upp varnarlínu ef Matip getur ekki spilað.

„Matip er nálægt þessu, er í lagi að spila honum eftir eina eða tvær æfingar? Ég veit það ekki, við sjáum hvernig hann æfir. Það er ekkert ákveðið,“ sagði Klopp en Naby Keita verður fjarverandi vegna meiðsla.

Matip hefur ekki spilað síðan í 1-1 jafntefli við West Brom í lok desember. Hann finnur fyrir eymslum framan í læri og hefur ekki getað æft.

Matip er meiðslagjarn en í fjarveru Virgil van Dijk og Joe Gomez er mikilvægt fyrir Klopp að hafa Matip heilan heilsu.

EF Matip nær ekki leiknum mun Klopp líklega velja á milli Nat Phillips eða Rhys Williams til að spila með Fabinho í hjarta varnarinnar. Jordan Henderson lék sem miðvörður í síðasta deildarleik en það er talið ólíklegt að Klopp fari þá sömu leið aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“

Allt í bulli hjá Tottenham og leikmaður hraunar yfir yfirmenn – „Þeir mæta bara þegar allt gengur vel“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna