fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Manchester United tyllir sér á toppinn eftir sigur á Burnley – Everton vann Wolves

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 22:14

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk í kvöld í 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester komst í toppsæti deildarinnar eftir sigur á Burnley. Þá vann Everton sterkan útisigur á Wolves.

Burnley tók á móti Manchester United á heimavelli sínum, Turf Moor. Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley og spilaði allan leikinn.

Eina mark leiksins kom á 71. mínútu. Það skoraði Paul Pogba eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford. Skot Pogba hafði örlitla viðkomu í varnarmanni Burnley sem gerði það að verkum að Nick Pope, markvörður Burnley, kom engum vörnum við.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Sigur Manchester United lyftir þeim upp í efsta sæti deildarinnar þar er liðið með 36 stig, þremur stigum meira en Liverpool sem situr í 2. sæti. Burnley situr í 16. sæti með 16 stig.

Burnley 0 – 1 Manchester United 
0-1 Paul Pogba (’71)

Keane tryggði Everton stigin þrjú gegn Wolves

Everton vann sterkan 2-1 útisigur gegn Wolves sem leitar logandi ljósi að sigri í ensku úrvalsdeildinni, síðasti sigur liðsins kom þann 15. desember síðastliðinn.

Gylfi Þór Sigurðsson, var í byrjunarliði Everton og lék 76 mínútur í kvöld.

Það var Alex Iwobi sem kom Everton yfir með marki á 6. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá bakverðinum Lucas Digne.

Á 14. mínútu jafnaði Rúben Neves hins vegar leikinn fyrir Wolves með marki eftir stoðsendingu frá Rayan Ait Nouri.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 77. mínútu þegar að Michael Keane kom Everton yfir með marki eftir stoðsendingu frá André Gomes og tryggði liðinu um leið 2-1 sigur.

Everton kemst með sigrinum upp í 4. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 32 stig. Stigasöfnun Wolves hefur ekki verið góð að undanförnu, liðið situr í 14. sæti deildarinnar með 22 stig.

Wolves 1 – 2 Everton 
0-1 Alex Iwobi (‘6)
1-1 Rubén Neves (’14)
1-2 Michael Keane (’77)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“