Newcastle United náði jafntefli á útivelli gegn Tottenham með marki úr vítaspyrnu á lokamínútu leiksins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn fór 1-1.
Það var Lucas Moura sem kom Tottenham 25. mínútu eftir sendingu frá Harry Kane.
Newcastle fékk vítaspyrnu á 95. mínútu eftir að hendi var dæmd á Eric Dier, leikmann Tottenham. Callum Wilson tók spyrnuna fyrir Newcastle og jafnaði metin fyrir Newcastle.
José Mourinho, knattspyrnuþjálfari Tottenham var alls ekki sáttur og strunsaði inn í klefa eftir að Newcastle hafði jafnað.
Tottenham er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 4 stig. Newcastle er í 9. sæti með 4 stig.
Tottenham 1 – 1 Newcastle United
1-0 Lucas Moura (’25)
1-1 Callum Wilson (’95)