fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

United nálgast kaup á Telles

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. september 2020 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alex Telles vinstri bakvörður Porto vonast til þess að ganga í raðir Manchester United í þessari vikur. Viðræður Manchester United og Porto eru langt komnar samkvæmt frétt The Guardian.

Klásúla er í samningi Telles sem gerir honum kleift að fara fyrir 36 milljónir punda. Telles á hins vegar bara ár eftir af samningi sínum og er Porto því tilbúið að selja hann fyrir lægri upphæð.

Guardian segir að Telles vilji klára skipti sín í þessari viku og að hann muni þéna 75 þúsund pund á viku.

Telles er 27 ára gamall en hann hefur spilað einn landsleik fyrir Brasilíu. Hann mun keppa við Luke Shaw um stöðu vinstri bakvarðar hjá United.

Telles skoraði ellefu mörk og lagði upp átta á síðustu leiktíð í úrvalsdeildinni í Porúgal en hann er vítaskytta liðsins.

Ole Gunnar Solskjær hefur aðeins keypt Donny van de Beek í sumar en hann vonast eftir Telles og hægri kantmanni áður en glugginn lokar eftir tvær vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga