fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

„Ég er á kúpunni, eiginlega bara í mínus“ sagði Rúrik – „Mér líður hræðilega“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 15:16

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður hræðilega,“ sagði Rúrik Gíslason rétt áður en hann hringdi í mág sinn til að biðja hann um 10 milljónir til að taka yfir bílasölu.

Rúrik var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 en þar hringdi hann símaat í athafnamanninn Jóhannes Ásbjörnsson en Jóhannes er mágur Rúriks. Jóhannes, sem einnig er þekktur sem Jói, þekkir Rúrik vel en hann hefur verið í sambandi með systur Rúriks síðan Rúrik var 11 ára.

Í símaatinu átti Rúrik að hringja í Jóa og segja honum að hann ætti engan pening lengur. „Ég veit ekki hvort þú heyrir það á röddinni á mér en ég er ekki beint með frábærar fréttir. Þú ert svona minn maður þegar ég þarf að ræða hlutina,“ sagði Rúrik við Jóa og bætti síðan við að það væri hart í árinni hjá honum. Rúrik sagði að fyrirtækin sem hann er búinn að vera að vinna í væru ekki að ganga upp.

„Málið er að það er búið að vera COVID og svona og ég er basically buinn að vera all in í þessu, ég setti eiginlega bara allt mitt í þetta,“ sagði Rúrik og Jói skildi ekki alveg hvað hann átti við. „Ég er bacically á kúpunni, eiginlega bara í mínus. Ég er pínu fucked ef ég á að segja alveg eins og er.“

„Hvað meinarðu, þú varst að koma heim fyrir nokkrum mánuðum, varst að klára þennan samning. Hvernig geturðu verið í mínus?“ spurði Jói þá og Rúrik sagði við hann að það væri tækifæri í þessu.  „Það er gæji sem er að leita sér að félaga og þetta er í mínum huga geggjaður díll. Frændi félaga míns er með bílasölu og hann er mjög þreyttur á að reka hana. Hann vill 10 milljónir og vill að ég komi inn í þetta. Þetta er solid gæji sko og ég sé fyrir mér að þú myndir lána mér 10 kúlur og ég fer þangað inn. Ég myndi borga þér til baka eitthvað, allavega 10. Verðum við ekki allavega að skoða þetta?“

Þegar þangað var komið náðu hvorki Rúrik né þáttastjórnendur Brennslunar að halda andliti. Þeir fóru að skellihlægja og sögðu Jóa að um símaat væri að ræða „Ég hugsaði bara, hann er kominn með þessi geðhvörf sem fótboltamenn fá þegar þeir eru að klára ferilinn,“ sagði Jói þegar hann komst að því að þetta væri allt í plati.

Símaatið í heild sinni má hlusta á hér á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla