fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Máni opinberar hvers vegna Óli Kalli fór svona skyndilega – „Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Karl Finsen var í vikunni lánaður frá Val til FH. Ólafur er alinn upp í Stjörnunni en ákvað skyndilega að fara þaðan árið 2016.

Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu 977, er umboðsmaður Óla Kalla og var gestur í hlaðvarpinu FantasyGandalf á dögunum. Þar sagði hann frá því hvers vegna Óli Kalli fór frá Stjörnunni. „Í apríl 2017 hringir Ólafur Karl Finsen í mig og tilkynnir mér að ég eigi að finna handa honum nýtt lið, Íslandsmótið var þarna ekki hafið og samningur hans að renna út um haustið. Hann segist ekki ætla að sitjast niður með Stjörnumönnum og ekki ræða neitt meir við þá,“ segir Máni í FantasyGandalf en Fótbolti.net vekur athygli á sögunni.

„Það kemur til út af því að ungur leikmaður Stjörnumaður, Ágúst Leó Björnsson, þá okkar besti leikmaður í 2. flokki og mikill markaskorari, frábær leikmaður sem hafði verið markahæstur þrjú ár í 2. flokki skorandi tuttugu mörk. Hann fótbrotnar illa í ágúst 2016 og allt snýst um að komast í æfingaferð með Stjörnunni til að sýna sig og sanna. Hann æfir eins og brjálaður maður og heldur sér gangandi á þessu.“

Máni segir að Ágústi hafi verið tilkynnt að það væri ekki pláss fyrir hann í æfingaferðinni, einungis viku fyrir brottför, og að hann megi finna sér nýtt lið. „Mikið högg fyrir ungan leikmann þá nítján ára,“ segir Máni. „Hann verður beygður af þessu og fyrsti maðurinn sem tekur á móti honum er Ólafur Karl Finsen. Ágúst segir við Óla Kalla hvað hafði gerst. Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist, hringir í mig og tilkynnir að hann muni fara frá þessu liði. Hann líður ekki framkomu Stjörnumanna við uppalinn leikmann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar