fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild kvenna: Markaveisla í Garðabænum

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttunda umferð í efstu deild kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum. Umferðin hófst í Vestmannaeyjum og á Akureyri. ÍBV tók á móti Selfoss og Þór/KA tók á móti KR. Þá tók Stjarnan einnig á móti Þrótt Reykjavík.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig leikir kvöldsins fóru:

 

ÍBV 3-2 Selfoss

ÍBV hefur átt erfitt uppdráttar en sigraði þó FH í síðustu umferð. Selfoss hefur náð ágætis úrslitum og hefði getað komið sér í þriðja sætið, að minnsta kosti tímabundið, með sigri í leiknum. Selfoss byrjaði leikinn betur en Tiffany Janea McCarty skoraði fyrsta mark Selfyssinga á 3. mínútu. Þá kom Dagný Brynjarsdóttir Selfossi í 2-0 með marki úr víti. Selfoss fór inn í hálfleik með tveggja marka forystu og bjuggust eflaust flestir við sigri þeirra.

En ÍBV-konur voru ekki búnar að gefast upp. Snemma í seinni hálfleik skoraði Olga Sevcova fyrir ÍBV og minnkaði muninn í eitt mark. Þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Kristjana R. Kristjánsdóttir Sigurz að jafna metin fyrir ÍBV. Fjórum mínútum síðar náði Miyah Watford að koma ÍBV yfir og endaði leikurinn með 3-2 sigri ÍBV.

 

Þór/KA 2-1 KR

Þór/KA og KR voru bæði með sjö stig eftir sex leiki og mátti því búast við sterkum og jöfnum leik á Akureyri. Markalaust var í fyrri hálfleik en snemma í þeim seinni náði Lára Kristín Pedersen að brjóta ísinn fyrir KR. Þór/KA voru þó fljótar að svara en einungis þremur mínútum síðar náðu þær að jafna metin. Á 77. mínútu náði Arna Sif Ásgrímsdóttir að koma Þór/KA yfir með marki úr víti. Fleiri urðu mörkin ekki og endaði leikurinn því 2-1 fyrir Þór/KA.

 

Stjarnan 3-5 Þróttur R.

Stjarnan og Þróttur voru einnig með jafn mörg stig fyrir leikinn, sex stig eftir sjö leiki. Leikurinn í kvöld var jafn eins og búast mátti við en einnig var mikið um mörk. Sóley Steinarsdóttir kom Þrótturum yfir á 13. mínútu leiksins og skömmu síðar kom Laura Hughes þeim í 2-0.

Jana Valdimarsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna á 28. mínútu. Ólöf Kristinsdóttir kom Þrótti aftur í tveggja marka forystu á 40. mínútu en þrem mínútum síðar minnkaði Anna Baldursdóttir muninn fyrir Stjörnuna. Ólöf gerði sér þá lítið fyrir og skoraði annað mark skömmu síðar og var staðan þvi 2-4 í hálfleik.

Í seinni hálfleik náði Elín Ingadóttir að minnka muninn í eitt mark fyrir Stjörnuna en það dugði skammt til því Ólöf fullkomnaði þrennuna sína á 75. mínútu og kom Þrótti aftur í tveggja marka forystu. Stjörnan var þó ekki búin að gefast upp og setti Birna Jóhannsdóttir tvö mörk og jafnaði stöðuna á lokamínútunum. Fleiri urðu mörkin ekki og endaði leikurinn því með 5-5 jafntefli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu