fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
433Sport

Efsta deild kvenna: Þrír leikir í kvöld – „Fylkir er með eitt af bestu liðum deildarinnar“

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 16:32

Agla María Albertsdóttir verður í eldlínunni með Breiðablik á morgun. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áttunda umferð í efstu deild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Klukkan 18:00 hefjast leikar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. ÍBV tekur á móti Selfoss og Þór/KA tekur á móti KR. Síðasti leikur dagsins hefst klukkan 19:15. Stjarnan tekur á móti Þrótt Reykjavík. Á morgun klukkan 19:15 fara tveir leikir fram. Fylkir tekur á móti Breiðablik og Valur tekur á móti FH. Viðureignir ÍBV og Selfoss annars vegar og Fylkis og Breiðabliks hins vegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Þór/KA og KR eru bæði með sjö stig eftir sex leiki og Stjarnan og Þróttur eru einnig með jafn mörg stig, sex stig eftir sjö leiki. Má því búast við miklum baráttu leikjum hjá þessum liðum. ÍBV hefur átt erfitt uppdráttar en sigraði þó FH í síðustu umferð. Selfoss hefur náð ágætis úrslitum og getur með sigri á ÍBV komið sér í þriðja sætið, að minnsta kosti tímabundið.

Þurfa að finna leiðir til að skora á Fylki

Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikmaður Breiðabliks er sem stendur markahæst í deildinni með tíu mörk. Lið hennar Breiðablik hefur skorað 24 mörk og ekki fengið neitt á sig. Þær eru eina liðið sem hefur unnið alla sína leiki.

Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika býst við hörkuleik í Árbænum á morgun. „Leikurinn leggst vel í okkur. Við gerum okkur samt alveg grein fyrir því að Fylkir er með eitt af bestu liðum deildarinnar.“ Fylkir og Breiðablik mættust í Mjólkurbikarnum þann 10. júlí þar sem Breiðablik sigraði 1-0. Þorsteinn segir sitt lið þurfa að fara vel yfir sóknarleikinn fyrir leikinn gegn Fylki. „Það er æfing hjá okkur á eftir þar sem við munum fara yfir okkar sóknarleik. Við þurfum að finna leiðir til að skapa okkur færi og skora mörk á móti Fylki.“

Þorsteinn gerir lítið úr því að liðið sé með fullt hús stiga og líti út fyrir að geta sigrað hvaða lið sem er. „Við erum bara að einbeita okkur að Fylkisleiknum. Um leið og maður fer að pæla í að vinna alla leikina endar það bara illa.“

Leikir áttundu umferðar:

Þriðjudagurinn 28. júlí

ÍBV – Selfoss klukkan 18:00

Þór/KA – KR klukkan 18:00

Stjarnan – Þróttur klukkan 19:15

Miðvikudagurinn 29. júlí

Fylkir – Breiðablik klukkan 19:15

Valur – FH klukkan 19:15

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

433Sport
Í gær

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi

Víðir segir nei – Engir áhorfendur á leikjum á Íslandi
433Sport
Í gær

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru

Gylfi Sig bauð eiginkonunni í óvænta ferð um helgina – Sjáðu hvert þau fóru
433Sport
Fyrir 3 dögum

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí

Svona fögnuðu knattspyrnumennirnir eftir sigurinn – Bjór, kampavín og karaókí
433Sport
Fyrir 4 dögum

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik

Evrópudeildin: Liðsfélagar Ragnars töpuðu gegn Manchester United – Inter sigraði sinn leik