fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
433Sport

Fer sömu leið og Gylfi Þór – Svona varð hann betri

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. júní 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er eins og flestir vita frábær í föstum leikatriðum en hann er leikmaður íslenska landsliðsins og Everton.

Gylfi lék áður fyrr með Swansea og stóð sig virkilega vel í Wales áður en hann keyptur fyrir metfé til Everton.

Liam Cullen, 21 árs leikmaður Swansea, lítur mikið upp til Gylfa en hann er á mála hjá Swansea í dag.

Cullen æfir reglulega aukaspyrnur á æfingasvæði Swansea líkt og Gylfi gerði þar með búningastjóra liðsins, Shaun Baggridge.

,,Í byrjun tímabils þá vildi ég einbeita mér að því að geta tekið góðar aukaspyrnur því það bætir við mörkum,“ sagði Cullen.

,,Ég æfði mig mikið á undirbúningstímabilinu með Shaun [Baggridge] og í byrjun tímabils. Við áttum mörg samtöl.“

,,Hann sagði mér frá því hvernig hann hjálpaði Gylfa þegar hann var hjá Swansea.“

,,Gylfi setti niður tíu bolta í kringum vítateiginn og það var allt jafn langt frá markinu. Hann setti niður varnarvegg eins og markvörður myndi gera og skaut svo á markið eftir hverja einustu æfingu.“

,,Augljóslega sjáum við hversu góður hann er í föstum leikatriðum svo ég byrjaði að gera það sama.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“

Landsliðsþjálfarinn baunar á eigin leikmann: Skipti engu máli hjá Liverpool – ,,Hver man eftir honum?“
433Sport
Í gær

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum

Bannað að bera ,,Black Lives Matter“ merki í öllum útsendingum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sheffield ekki í vandræðum með Tottenham

Sheffield ekki í vandræðum með Tottenham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool: Garcia byrjar

Byrjunarlið Manchester City og Liverpool: Garcia byrjar