fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Brynjólfur útskýrir hvers vegna Darri fékk að fjúka og Andersen kom inn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í vetur þegar Brynjólfur Willumsson tók út millinafnið Darri og breytti því í Andersen.

Brynjólfur er tvítugur sóknarmaður en búist er við miklu af honum þegar Pepsi Max-deild karla fer af stað nú í næstu viku. Framherjinn hefur komið við sögu síðustu tvö tímabil en búist er við að hann verði í lykilhlutverki í sumar.

Brynjólfur hafði ætlað að breyta nafni sínu við fermingu en lét svo verða af því í vetur.

„Þetta er ættarnafnið okkar, tvö yngri systkini mín heita þetta og ég ákvað loks að láta breyta þessu,“ sagði Brynjólfur Andersen í viðtali við Vísi.

„Ég hef aldrei verið kallaður Darri af neinum, ekki einu sinni mömmu og pabba. Hef heldur aldrei notað það sjálfur og það er ekki tengt neinu sérstöku svo ég ákvað að breyta því,“

Faðir Brynjólfs er alþingismaðurinn og fyrrum þjálfarinn Willum Þór Þórsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar