fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
433Sport

Ókunnugur maður bankaði á heimili Rúriks: „Þetta er mjög óviðeigandi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tímavélin:

Rúrik Gíslason, er þekktasti knattspyrnumaður Íslands ef maður tekur mið af fylgjendum á Instagram. Rúrik varð heimsfrægur á HM og er með yfir milljón fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Rúrik var barnastjarna, hann var gríðarlegt efni og töldu flestir öruggt að hann myndi ná langt í fótbolta. Rúrik var gestur í Atvinnumennirnir Okkar á Stöð2 á síðasta ári.

Rúrik hélt í atvinnumennsku ungur að árum og fór þá til Anderlecht í Belgíu, þar leið honum ekki vel og kom heim árið 2005.

,,Ég var 15 ára að verða 16 ára, já það var mjög erfitt. Einmana, allir vinir mínir voru að byrja í menntaskóla og ég átti kærustu á Íslandi. Það var margt sem orsakaði það að ég fékk mjög mikla heimþrá, á endanum fékk ég brjósklos í bakið,“ sagði Rúrik í þættinum.

,,Ég fer svo aftur út 17 ára til Charlton.“

Rúrik varð heimsfrægur á HM í Rússlandi og það hefur orsakað það að starf hans sem fyrirsæta, gefur honum stundum hærri tekjur en fótboltinn. ,,Ég var með 36 þúsund fylgjendur á Instagram fyrir HM, kom heim með 1,3 milljón. Þetta var mega breyting, einhver leikkona frá Argentínu sem setti á Twitter, þetta fór að rúlla. Í síðasta mánuði, var ég með meiri tekjur fyrir fyrirsætustörf en fótbolta. Þetta getur skipt máli, mig langar að taka þátt í þessu.“

Hann blés á kjaftasögur þess efnis að frægð hans og frami trufli fótboltann, hann sé atvinnumaður í fótbolta, fyrst og síðast. ,,Ég er fyrst og síðast fótboltamaður, ég hef aldrei sleppt æfingu eða leik út af Instagram.“

Nektarmyndir og subbuskapur:

Rúrik var barnastjarna, hann var gríðarlegt efni og töldu flestir öruggt að hann myndi ná langt í fótbolta. Þessi skyndilega heimsfrægð Rúriks, hefur kosti og galla með sér og Auðunn Blöndal spurði hann meðal annars út í skilaboð á Instagram. ,,Hefur þú fengið sendar nektarmyndir?,“ spurði Auðunn, þennan huggulega knattspyrnumenn sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram.

,,Já, ég hef fengið mikið af allskonar myndum,“ sagði Rúrik og útskýrði svo mál sitt betur, þegar Auðunn gekk á hann.

,,Typpamyndir og píku, þetta er mjög óviðeigandi. Þetta er ókunnugt fólk, þetta bítur ekki á mig. Mér líður ekki illa yfir þessu, ég sé samt ekki ástæðu til þess að svara þessu neitt.“

Þessari frægð fylgja líka hlutir eins og að ókunnugt fólk banki á dyrnar á heimili Rúriks. ,,Ég kom til að sjúga á þér liminn,“ voru fyrstu orðin sem ókunnugur maður sagði, þegar Rúrik kom til dyra á heimili sínum.

Svoleiðis fólk hefur Rúrik lítinn tíma fyrir. ,,Ég sagði honum að ég myndi hringja í lögregluna ef hann færi ekki. Maður verður að fara varlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn

Sex mörk í boði er Blikar og FH skildu jöfn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald

Yngsti leikmaður sögunnar til að fá rautt spjald
433Sport
Í gær

Leikmaður United svaraði reiðum stuðningsmönnum: ,,Hávær og býður ekki upp á neitt“

Leikmaður United svaraði reiðum stuðningsmönnum: ,,Hávær og býður ekki upp á neitt“
433Sport
Í gær

Barcelona ekki refsað – Heimtuðu 61 milljón evra

Barcelona ekki refsað – Heimtuðu 61 milljón evra
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur Neville skrifaði undir hjá Manchester United

Sonur Neville skrifaði undir hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho með föst skot eftir færslu Arsenal: ,,Þetta segir meira um þá“

Mourinho með föst skot eftir færslu Arsenal: ,,Þetta segir meira um þá“