fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Mikael svarar fyrir sig: „Helgi Seljan ég sendi þér númerið á eftir og þú getur beðist afsökunar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. maí 2020 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson sérfræðingur Dr. Football hefur mátt þola harða gagnrýni fyrir ummæli sem hann lét falla í þætti á mánudag.

Verið var að ræða um heimkomu Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur sem gekk í raðir Selfoss á dögunum. „Þetta kostaði meiri pening en ég vil meina að leikmaður í kvennabolta eigi að fá. Hún er á hærri launum en flestir leikmenn í efstu deild karla,“ sagði Mikael í þættinum.

Mikil umræða hefur skapast um málið. „Við höfum verið að ræða launamál í öllu, ég sé ekki hvernig öll viðskiptamódel ganga upp,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins þegar málið var rætt í dag.

Helgi Seljan og stelpurnar hjóla í Mikael – Ummæli hans um laun Önnu vekja athygli

Mikael ræddi málið og gerði það upp. „Ég tók lítið eftir þessu til að byrja með fyrr en í gær, síminn stoppaði ekki allan daginn í gær. Menn eru mjög ósáttir með það sem ég hef sagt, fullt af liði sem styður mig og fullt að liði sem er á annari skoðun. Kannski henti ég þessu vitlaust frá mér, ég sé ekki að ég sé að gera lítið úr kvenmönnum í fótbolta. Ef það hefur verið, þá biðst ég afsökunar á því,“ sagði Mikael í Dr. Football í dag.

Mikael kveðst oft hafa rætt um launamál karla í þættinum og það sé í lagi að ræða laun kvenna líka.

„Eina sem ég var að segja, ég er búinn að segja 100 sinnum í þessum þætti að karlmenn séu of hátt launaðir. Að leikmenn í neðri deildum á Íslandi eigi ekki að fá borgað, bara bónusa. Ég hef ekki heyrt eitt múkk þegar ég hef talað um þetta. Það er 80 prósent minni mæting en á karlaboltann, það eru mikli minni tekjur að koma inn. Ef það er minni áhuga þá er eðlilegt að launin séu minni. Ég heyrði að Anna væri að fá mjög mikið borgað, ég veit ekki neina tölu. Það er allt í lagi að henda fram tölum, menn þurfa ekki að vera með dónaskap og leiðindi ef þeir eru ekki sammála mér.

Helgi Seljan á læk veiðum?

Mikael er ósáttur með að Helgi Seljan blandi sér í málið, hann sé á læk-veiðum. „Bullið og ruglið sem kom út úr þessu fyrir ekki meira en þetta, af hverju má ekki tala um laun í kvennboltanum?. Ég stend og fell með þessu, landsliðsstelpur margar að kvarta og eru ósáttir. Ég flaug til Hollands til að horfa á þær á EM. Síðan eru gæjar úti í bæ að ná sér í athygli, Helgi Seljan sem dæmi. Hann elskar mig í þessum þætti en vantar einhver like, Helgi ég sendi þér númerið á eftir og þú getur beðist afsökunar.“

„Það sem ég var mest pirraður yfir, þegar byrja að setja út á mig sem þjálfara og persónu. Taktu þér taki Helgi.“

Eiður Smári Guðjohnsen blandaði sér í málið í gær en um grín var að ræða. „Vanhugsað grín hjá honum, hann tók þetta út sem á að segja fólki það. Við erum vinir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki