fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Aron segir frá því hvernig Messi og félagar björguðu láglaunafólkinu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. maí 2020 13:00

© 365 ehf / Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Pálmarsson leikmaður Barcelona tók á sig 70 prósenta launalækkun á meðan útgöngubann er á Spáni. Allir leikmenn Barcelona í öllum íþróttum gerðu það.

Fyrst um sinn voru fréttir af því að fótboltaliðið ætlaði ekki að taka þessu, það var hins vegar rangt.

„Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?,“ sagði Aron á Stöð2 Sport í gær.

Lionel Messi og félagar voru aðeins að berjast fyrir því að almennt starfsfólk félagsins, láglaunafólkið myndi halda öllum sínum launum. Fyrst átti að lækka alla um 70 prósent en Messi tókst að afstýra því.

„Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki.“

Viðtalið við Aron er hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu

Bonnie Blue opnar sig um hverjir eru þeir bestu og verstu í rúminu