fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Velta því fyrir sér hvort það andi köldu á milli Hermanns og Eiðs Smára

Ritstjórn DV
Laugardaginn 25. apríl 2020 19:05

© 365 ehf / Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Kristján Óli Sigurðsson og Mikael Nikulásson velta því fyrir sér hvort það andi köldu á milli Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þessu veltu þeir fyrir sér eftir að Hermann valdi draumaliðið af ferli sínum. ,,Vikulok Dr. Football – Eiður og Hemmi engir vinir,“ er heitið á nýjasta þætti Dr. Football.

Hermann var gestur í Draumaliðinu og var beðinn um að velja besta leikmanninn sem hann hafði spilað með í íslenska landsliðinu. ,,Margir helvíti góðir, Rúnar Kristinsson,“ sagði Hermann í þættinum og þessum ummælum velta þeir félagar í Dr. Football fyrir sér

,,Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Hjörvar Hafliðason en málið hefur vakið talsverða athygli, Eiður Smári átti magnaðan feril og lék lengi vel með Hermanni í íslenska landsliðinu.

© Frétt ehf / Gunnar V. Andrésson

,,Rúnar Kristinsson spilaði með ágætis liðum eins og Lokeren, en hann spilaði ekki með Chelsea og Barcelona. Þetta er mjög spes,“ sagði Mikael Nikulásson um málið.

Kristján Óli vill meina að þetta köld vatnsgusa í andlit Eiðs Smára. ,,Þetta er ísköld vatnsgusa framan í Guðjohnsen. Þetta eru tveir af okkar bestu landsliðsmönnum frá upphafi, hann nefnir ekki á nafn einu sinni.“

,,Eiður, það er ekki orð um hann,“ sagði Hjörvar og Mikael sagði að það væri augljóst að eitthvað hefði gengið á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað