fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Andri Rafn flúði ástandið á Ítalíu og lýsir aðstæðum: „Mjög erfitt að fylgjast með þeim hörmungum“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 10:30

Andri Rafn fyrir miðju

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla flúði ástandið á Ítalíu vegna kórónuveirunnar. Andri hafði dvalið við mastersnám í samgönguverkfræði við Sapienza háskóla í Róm á Ítalíu í vetur.

Andri stundar nú fjarnám en hann ætlaði sér ekki að koma heim fyrr en í sumar, Breiðablik fagnar hins vegar endurkomu hans. Andri hefur verið einn besti miðjumaður íslenska fótboltans, síðustu ári.

,,Þetta er ekki staða sem ég ætlaði mér að vera í,“ sagði Andri við blikar.is ,,Miðað við meirihluta fólks á Ítalíu þá get ég ekki kvartað. ,,Ég bý hér í góðu yfirlæti á Íslandi og það er dekrað við mig,“ sagði hann hlæjandi,“ sagði Andri sem verið hefur í sóttkví frá heimkomu.

,,Ég ætlaði mér alltaf að fara erlendis i framhaldsnám. Ég skoðaði möguleika á Norðurlöndunum, Englandi og svo Ítalíu. Róm varð síðan fyrir valinu en þar er mjög gott alþjóðlegt nám á því sviði sem ég hef áhuga þ.e. samgönguverkfræði.“

Andri naut þess í botn að búa í Róm og segir erfitt að fylgjast með áhrifum kórónuveirunnar á Ítalíu. ,,Róm er frábær borg og Ítalía er ótrúlega skemmtileg þjóð. Það er því mjög erfitt að fylgjast með þeim hörmungum sem þessi veira er búin að valda ítölsku þjóðinni. Ég hef reyndar ekki náð að kynnast nógu mörgum Ítölum því samnemendur mínir eru alls staðar að úr heiminum. Námið fer líka fram á ensku og því er ítalskan ekki enn upp á marga fiska. En það kemur vonandi.“

Hann segir fjarnámið krefjandi. ,,Kennararnir halda okkur vel við efnið. Allir fyrirlestrar koma strax inn á Netið og það er fylgst með að við skilum okkar verkefnum. Maður er því ekki iðjulaus þótt ekki sé mætt í venjulegar kennslustundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar