fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Víðir fagnaði og ætlaði að sá stórþjóðina í Laugardalnum: „Ljóst að ég mun ekki liggja á strönd­inni“

433
Fimmtudaginn 5. mars 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þegar dregið var í riðla Þjóðadeild­ar­inn­ar í fót­bolta í fyrra­dag gat ég ekki stillt mig um að fagna þegar Eng­land var dregið í riðil með Íslandi. Og það gerðu fleiri í kring­um mig,“ skrifar hinn virti blaðamaður, Víðir Sigurðsson í Morgunblaðið í dag.

Ísland var dregið í riðil með Englandi, Belgíu og Danmörku. Þarna mætast Ísland og England í fyrsta sinn, frá sigrinum magnaða í Nice árið 2016. Um er að ræða magnaðasta sigur Íslands í knattspyrnu, á Evrópumótinu í Frakklandi.

Leikurinn hér heima fer fram í byrjun september og það á laugardegi, klukkan mun slá gleði. ,,En samt , Eng­lend­ing­ar eru á leið á Laug­ar­dalsvöll­inn í sept­em­ber. Þjóðadeild­in byrj­ar á leik Ísland og Eng­lands laug­ar­dag­inn 5. sept­em­ber. Full­komið,“ skrifar Víðir en áttaði sig svo á því, að hann verður ekki á landinu.

,,Eða hvað? Þegar leikja­dag­skrá­in birt­ist síðar um kvöldið fékk ég smá sjokk. Ég verð ekki á land­inu þegar Eng­lend­ing­ar koma loks­ins! Verð í síðbúnu sum­ar­fríi í sept­em­ber,“ skrifar Víðir en veltir því svo fyrir sér hvort COVID19-veiran loki landinu.

,,Eða hvað? Ætli landið verði ekki bara harðlokað vegna veirunn­ar um­töluðu. Öllum ut­an­lands­ferðum af­lýst! Þá næ ég leikn­um. Nei, þá kom­ast Eng­lend­ing­ar held­ur ekki hingað til að spila. Vit­leysa er þetta.“

,,Jæja, það er alla vega ljóst að ég mun ekki liggja á strönd­inni síðdeg­is laug­ar­dag­inn 5. sept­em­ber. Sá tími verður frá­tek­inn fyr­ir sjón­varps­gláp.“

Pistil Víðis má lesa hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið

United á eftir ungum leikmanni sem hefur slegið í gegn undanfarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð

Ótrúleg endurkoma Breiðabliks í Danmörku – Mæta Hacken í næstu umferð
433Sport
Í gær

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér

Amorim vill fá gamlar hetjur inn á dekk og hjálpa sér
433Sport
Í gær

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið