fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Garðar stóð ekki við stóru orðin og eyddi færslunni: Sjáðu hana – „Þvílíkar blammeringar, þetta var bara hallærislegt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Örn Hinriksson, fyrrum knattspyrnudómari birti áhugaverðan pistil á vefsvæði sínu um helgina, þar hjólaði hann af krafti í einn virtasta dómara í sögu Íslands, Kristinn Jakobsson. Garðar var ómyrkur í máli og sakar Kidda Jak um að veita blaðamönnum afslætti.

Færsla Garðars vakti athygli en hann stóð ekki lengi við hana og eyddi henni af vefsvæði sínu.

Garðar sakaði Kristin um að veita fréttamönnum afslætti í kjöthúsi sem hann á og rekur, Garðar skrifaði pistil sinn út frá leik sem fór fram árið 2014 þegar Stjarnan vann FH í úrslitaleik um sigur í Pepsi deildinni. Leikurinn var rifjaður upp á Stöð2 Sport á dögunum.

,,Mér fannst þetta mjög spes, það er alltaf slæmt þegar menn koma með svona inn og eyða þessu út,“ sagði Mikael Nikulásson, sérfræðingur Dr. Football um þennan pistil Garðars.

Hjörvar Hafliðason rædd við Kristinn um málið. ,,Ég heyrði í Kidda og hann sagði að það væri ekkert rétt. Kiddi vild ekki vaða í einn eða neinn.“

Mikael fannst Garðar fara yfir strikið. ,,Þvílíkar blammeringar, þetta var bara hallærislegt. Af hverju kom þessi pistill ekki 2014?.“

Pistil Garðars má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Í gær

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United