fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Páll Júlíusson er látinn: „Hann var ávallt sann­gjarn og sam­kvæm­ur sjálf­um sér“

433
Þriðjudaginn 10. mars 2020 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Júlíusson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, er látinn. Páll fæddist í Reykjavík 20. september 1936 og lést þann 27. febrúar síðastliðinn.

Páll var mikill áhugamaður um íþróttir allt sitt líf. Hann lék knattspyrnu með Fram á yngri árum og lagði stund á körfuknattleik. Hann hætti íþróttaiðkun fremur ungur en snéri sér þá af miklum krafti að félagsmálahlið íþróttanna. Hann sat í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands og var m.a. formaður KKÍ í tvö ár, sat í stjórn knattspyrnudeildar Fram í nokkur ár sem og í nefndum á vegum Knattspyrnusambands Íslands. Hann vann einnig ýmis störf fyrir knattspyrnudeild KA þau ár sem hann bjó norðan heiða.

Margir minnast Páls í dag og þar á meðal er Bragi Bergmann, fyrrum dómari sem var einn fremsti dómari landsins um langt skeið. ,,Þegar ég fór að dæma knatt­spyrnu­leiki í deilda­keppn­inni upp úr 1980 kynnt­ist ég nýrri hlið á Palla, sem þá var orðinn skrif­stofu­stjóri KSÍ. Þau sam­skipti voru með mikl­um ágæt­um. Eft­ir að hann lét af störf­um á skrif­stofu KSÍ varð hann eft­ir­litsmaður dóm­ara og mætti sem slík­ur m.a. á marga leiki sem ég dæmdi til að gefa dóm­arat­eym­inu um­sögn. Það starf rækti hann af sam­visku­semi, var ávallt sann­gjarn og sam­kvæm­ur sjálf­um sér,“ skrifar Bragi Bergmann um Pál.

Árið 1980 var Páll ráðinn skrifstofustjóri KSÍ og sá starfstitill breyttist í framkvæmdastjóra áður en hann hætti störfum hjá KSÍ árið 1991. Eftir það var hann virkur í starfi eftirlitsmanns knattspyrnudómara í rúman aldarfjórðung.

KSÍ kveður fallinn félaga, sendir innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu og ástvina og þakkar Páli hans mikla starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Í gær

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða