Manchester City hefur formlega áfrýjað dómi UEFA varðandi bann félagsins frá Evrópukeppnum. Alþjóða íþrottadómstóllinn hefur staðfest það.
,,Stuðningsmenn okkar geta verið öryggir með það að þessar ásakanir eru rangar,“ sagði Ferran Soriano, stjórnarformaður Manchester City um dóm UEFA á dögunum, City hefur verið dæmt í tveggja ára bann frá keppnum UEFA.
Málinu hefur verið áfrýjað og vonast City eftir endanlegri niðurstöðu fyrir sumarið. City er sakað um að hafa brotið fjárhagsreglur UEFA, félagið segir UEFA aldrei hafa skoðað málið hlutlaust. UEFA hafi lagt af stað í þessa rannsókn til að dæma félagið.
,,Við munum gera allt til þess að sanna hvað er satt og rétt í þessu máli.“
Dómstóllinn segir ómögulegt að segja hvenær málið verði tekið fyrir en City vonast eftir að málið klárist fyrir sumarið.
CAS confirms it has received Man City's formal appeal against the two-year European administered by UEFA #MCFC @MirrorFootball
— David McDonnell (@DiscoMirror) February 26, 2020