fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
433Sport

Manchester United vann Chelsea í London – VAR mikið rætt

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea 0-2 Manchester United
0-1 Anthony Martial(45′)
0-2 Harry Maguire(66′)

Stórleik umferðarinnar á Englandi er nú lokið en Chelsea fékk þá Manchester United í heimsókn.

Það var nóg undir á Stamford Bridge en United gat minnkað forskot Chelsea í fjórða sætinu niður í þrjú stig.

Fjörið var mikið í London í kvöld en það var United sem hafði betur að lokum með tveimur mörkum gegn engu.

Bæði mörkin voru skallamörk en Anthony Martial gerði það fyrra í fyrri hálfleik og Harry Maguire það seinna, í seinni hálfleik.

VAR var að venju í umræðunni yfir leik kvöldsins og voru allavegana tvö umdeild atvik í boði.

Fyrst sparkaði Harry Maguire í klof Michy Batshuayi hjá Chelsea en VAR ákvað að refsa enska landsliðsmanninum ekki.

Chelsea virtist einnig hafa skorað mark er Kurt Zouma kom boltanum í netið eftir hornspyrnu en Cesar Azpilicueta var dæmdur brotlegur fyrir bakhrindingu.

Olivier Giroud skoraði svo annað mark fyrir Chelsea en það var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Lokastaðan 0-2 á Stamford Bridge og er United nú aftur komið í alvöru baráttu um Meistaradeildarsæti.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rapparinn Mane heillaði ekki Klopp við fyrstu kynni

Rapparinn Mane heillaði ekki Klopp við fyrstu kynni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðurkennir mistök en biðst ekki afsökunar

Viðurkennir mistök en biðst ekki afsökunar
433Sport
Í gær

Skagamenn reiðir eftir mikla launaskerðingu án samráðs

Skagamenn reiðir eftir mikla launaskerðingu án samráðs
433Sport
Í gær

Sjáðu inn í sjö hæða húsið sem Ronaldo lét byggja fyrir sig – Kostaði 1,2 milljarð

Sjáðu inn í sjö hæða húsið sem Ronaldo lét byggja fyrir sig – Kostaði 1,2 milljarð
433Sport
Í gær

Riise og dóttir hans flutt á sjúkrahús eftir að bíll þeirra endaði utan vegar

Riise og dóttir hans flutt á sjúkrahús eftir að bíll þeirra endaði utan vegar
433Sport
Í gær

Fordómar á Íslandi: „Ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum“

Fordómar á Íslandi: „Ef ég sest í heitan pott tæmist hann á tveimur mínútum“
433Sport
Í gær

Frábærar tækniæfingar fyrir börn á meðan samkomubann er í gildi

Frábærar tækniæfingar fyrir börn á meðan samkomubann er í gildi
433Sport
Í gær

Krefst þess að Liverpool vinni deildina sama hvernig fer

Krefst þess að Liverpool vinni deildina sama hvernig fer
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Hugur minn og bænir eru hjá þér“

„Hugur minn og bænir eru hjá þér“