fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Málum Fram og KR vísað frá

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. desember 2020 13:57

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í málum Fram og KR gegn Stjórn KSÍ er varðar endalok Íslandsmótana í knattspyrnu. Hefur áfrýjunardómstóllinn vísað málinu frá aga- og úrskurðarnefnd knattspyrnusambands Íslands.

Bæði félög eru verulega ósátt með hvernig stjórn KSÍ tók á málum og telja það ekki hafa verið löglegt að blása mótin af.

KR fékk ekki tækifæri til að ná í Evrópusæti og Fram komst ekki upp úr Lengjudeildinni en liðið átti góðan séns þegar mótið var blásið af.

Um mál Fram:
„Í máli þessu hefur áfrýjandi uppi kröfur sem ætlað er að vera bindandi fyrir knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis. Áfrýjandi hefur þrátt fyrir þetta ekki beint málssókn sinni að knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis og hefur hann því ekki kost á að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Með vísan til ofangreinds er máli þessu vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.“

Um mál KR:
„Ákvörðun stjórnar KSÍ 30. október 2020 byggir á Covid-reglugerð KSÍ sem sett var með stjórnskipulega réttum hætti eins og að framan greinir. Stjórn KSÍ framkvæmdi heildstætt mat á öllum aðstæðum, atvikum og áhrifum þess ef mótum yrði ekki lokið innan tímamarka reglugerðarinnar. Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að aðstæður hafi verið með öðrum hætti en lýst hefur verið hér að framan og að mat stjórnar KSÍ hafi byggt á öðru en málaefnalegum sjónarmiðum þar sem mat á heildarhagsmunum aðildarfélaga KSÍ hafi verið hafðir í huga. Áfrýjunardómstóll KSÍ fellst því ekki á þá málsástæðu áfrýjanda að lokaákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október 2020 hafi ekki verið byggð á réttum lagalegum grundvelli og nauðsyn vegna meiriháttar utanaðkomandi atburðar.
Með vísan til þessa og að öðru leyti með vísan til forsendna í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ er hinn áfrýjaði úrskurður staðfestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Í gær

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli