fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Segir eitthvað furðulegt í gangi á bak við tjöldin – Líkamstjáning Aubameyang áhyggjuefni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. desember 2020 09:45

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Piers Morgan þekktasti stuðningsmaður Arsenal hefur verulegar áhyggjur af ástandinu hjá félagi sínu. Hann hefur áhyggjur af launahæstu leikmönnum liðsins og segir furðulega hluti í gangi á bak við tjöldin.

Arsenal hefur misst flugið eftir að hafa byrjað tímabilið vel og er jafnvel farið að ræða það hvort Arsenal eigi að reka Mikel Arteta úr starfi.

Pierre-Emerick Aubameyang fyrirliði liðsins krotaði undir nýjan samning við félagið á dögunum og hefur síðan þá ekkert getað.

„Það er eitthvað við líkamstjáningu leikmanna og sérstaklega hjá Aubameyang þessa stundina,“ sagði Morgan í viðtali við Sky Sports.

„Hvort sem það er sjálfstraust eða eitthvað, hann hefur ekki skorað í síðustu leikjum. Það gæti líka eitthvað verið í gangi á bak við tjöldin, það er eitthvað í gangi þar veit ég.“

Launahæsti leikmaður liðsins Mesut Özil fær svo ekkert að spila og Morgan telur það hafa áhrif.

„Það gæti tengst Mesut Özil, sem er með 350 þúsund pdun á viku og situr í PlayStation. Ég veit það ekki, það virðist hafa mikil áhrif á liðið. Það er enginn barátta eða ástríða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg