fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Kvennalið Tottenham æfir nú á sama æfingasvæði og karlaliðið

Sóley Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 3. desember 2020 21:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið Tottenham er nú í fyrsta skipti að æfa á hverri einustu æfingu á sama æfingasvæði og karlalið félagsins. Áður fyrr æfðu þær aðeins einu sinni í viku á æfingasvæði karlanna.

Rehanne Skinner þjálfari liðsins segir þetta sýna vilja hjá félaginu að gera betur fyrir kvennaliðið. „Með þessari breytingu fáum við ótrúlega góða aðstöðu sem hjálpar okkur við að hækka staðalinn sem við viljum ná. Við viljum reyna að þróa samkeppnishæfara lið með tíð og tíma,“ segir Skinner.

Skinner bætir við að félagið sé meðvitað um markmið liðsins og að það vilji halda áfram að styðja við þá þætti sem þær þurfa til að ná þeim. „Við höfum allt í kringum leikmennina sem við þurfum til að búa til umhverfi þar sem frammistaðan er góð. Það sem við höfum aðgang að núna á æfingasvæðinu er ótrúlegt og það er augljóst að leikmennirnir eru himinlifandi yfir því að vera í þessu umhverfi, sem er frábært,“ segir Skinner.

Skinner, sem tók við liðinu í síðasta mánuði, segir að þessi breyting hafi legið í loftinu. „Félagið gerði sér grein fyrir því að aðstaðan hjá kvennliðinu þyrfti að þróast. Það sýnir áhuga þeirra á kvennaliðinu vegna þess að þeim fannst þetta vera rétt skref,“ bætti hún við.

„Fyrir mér er þetta yfirlýsing um þann vilja sem er hjá félaginu, að fylgjast með kvennaliðinu og taka þær með. Þetta er mjög jákvætt skref fyrir alla,“ segir Skinner.

Skinner þjálfaði áður Arsenal og var einnig aðstoðarþjálfari enska landsliðsins.

Athygli vakti þegar bandaríska landsliðskonan Alex Morgan gekk til liðs við Tottenham í september. Morgan var í liði Bandaríkjanna sem varð heimsmeistari árið 2015 og 2019.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst

Klopp segir að búið sé að leysa vandamálið við Salah – Útskýrir af hverju það tókst
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum

Dregið í bikarnum á morgun og nú eru Bestu deildarliðin í pottinum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu myndina: Stuðningsmenn Chelsea með skýr skilaboð í kvöld

Sjáðu myndina: Stuðningsmenn Chelsea með skýr skilaboð í kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni

Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City