fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Leikmenn Vals á hnjánum og vona að Lasse komi aftur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 10:10

Lasse Petry fyrir miðju

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lasse Petry miðjumaður Vals liggur undir feld og íhugar hvort hann eigi að framlengja samning sinn við félagið eða ekki. Petry var einn besti leikmaður Vals þegar liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í sumar.

Eftir brösugt fyrsta tímabil sannaði Petry ágæti sitt og segist aldrei hafa verið í betra formi. Petry hefði áhuga á því að fara heim til Danmerkur en er með tilboð frá Val sem togar í hann.

Petry hafði verið með meiðslum hrjáður í Danmörku en hann var á mála hjá FC Nordsjælland og þótti mikið efni á sínum tíma.

„Þetta er erfið ákvörðun því ég þarf líka hugsa um fjölskylduna og það togar mig heim.  Það togar samt í mig að vera áfram hjá Val,“ sagði Petry.

„Valur hefur boðið mér nýjan samning og ég er bara að skoða þetta, þeir eru ánægðir með mig og liðsfélagarnir líka. Þeir eru svo gott sem á hnjánum og biðja mig um að vera áfram,“ sagði Lasse léttur við Bold.dk.

Ef lesa má í orð Petry þá væri það draumur hans að komast aftur í gott lið í Danmörku. „Að finna félag hérna heima væri mjög gott en staðan er erfið, tímabilið er í gangi. Ég hef spilað vel með Val í ár og þarf að hugsa þetta vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum