fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
433Sport

Messi tileinkaði Maradona mark sitt

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 15:10

Messi fagnar marki sínu í dag / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona vann 4-0 sigur gegn Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Lionel Messi var á meðal markaskorara Barcelona og hann tileinkaði mark sitt landa sínum, Maradona, sem lést á dögunum.

Messi innsiglaði 4-0 sigur Barcelona með marki á 73. mínútu og fagnaði með því að fara úr treyju Barcelona og þá blasti við treyja Newell’s Old Boys. Maradona spilaði með liðinu tímabilið 1993-1994 og Messi spilaði með yngri flokkum félagsins frá 1994-2000 og hélt síðan til Barcelona.

Messi hafði fyrr í vikunni minnst Maradona á samfélagsmiðlum.

„Þetta er sorgardagur fyrir íbúa Argentínu og knattspyrnuna. Hann er farinn en yfirgefur okkur ekki af því að Diego er eilífur,“ er meðal þess sem Messi skrifaði um Maradona.

Martin Braithwaite kom Barcelona yfir með marki á 29. mínútu. Það var síðan Antoine Griezmann sem tvöfaldaði forystu Börsunga með marki á 42. mínútu.

Coutinho bætti við þriðja marki Barcelona á 57. mínútu og það var síðan Lionel Messi sem innsiglaði 4-0 sigur Barcelona með marki á 73. mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ward-Prowse í læknisskoðun

Ward-Prowse í læknisskoðun
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brooklyn Beckham birtir fyrstu færsluna eftir að hann hóf stríð við fjölskyldu sína opinberlega – Hefur nú lokað fyrir athugasemdir

Brooklyn Beckham birtir fyrstu færsluna eftir að hann hóf stríð við fjölskyldu sína opinberlega – Hefur nú lokað fyrir athugasemdir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skiptin að ganga í gegn fyrir rúma sex milljarða

Skiptin að ganga í gegn fyrir rúma sex milljarða
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Fer frá KR til Eyja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Framtíð Sterling gæti ráðist á næstu sólarhringum – Munu hugsanlega borga hann út

Framtíð Sterling gæti ráðist á næstu sólarhringum – Munu hugsanlega borga hann út
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Landsliðskonan skrifaði undir í Flórens

Landsliðskonan skrifaði undir í Flórens
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gefur í skyn að Alvarez gæti endað hjá Arsenal

Gefur í skyn að Alvarez gæti endað hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hjörvar varpar fram kenningu um umdeilt útspil Arnars um helgina – „Held að hann sé að reyna að henda þessu frá sér“

Hjörvar varpar fram kenningu um umdeilt útspil Arnars um helgina – „Held að hann sé að reyna að henda þessu frá sér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Jóhannes ekki á heimleið heldur söðli hann um innan Danmerkur

Segir Jóhannes ekki á heimleið heldur söðli hann um innan Danmerkur