fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
433Sport

Nefndin dæmir KSÍ í hag – KR og Fram hafa þrjá daga til að áfrýja

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. nóvember 2020 12:19

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur á ný kveðið upp úrskurð í málefnum KR og Fram er varðar endalok Íslandsmótsins í knattspyrnu. Nefndin telur að KSÍ hafi haft allt regluverk með sér í liði þegar Íslandsmótin voru blásin af vegna COVID-19 veirunnar.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafði fyrst um sinn ekki viljað taka málið fyrir en Áfrýjunardómstóll KSÍ kvað upp þann dóm að nefndin yrði að taka málið fyrir.

Nefndin skilaði niðurstöðu sinni í dag, um mál KR segir meðal annars. „Það er álit aga- og úrskurðarnefndar að fullnægjandi lagagrundvöllur sé fyrir setningu Covid reglugerðarinnar í lögum KSÍ.“

Fram missti af sæti í efstu deild á markatölu og segir í dómnum: „Það er álit aga- og úrskurðarnefndar að ekkert mæli því gegn í þessu máli að stjórn KSÍ beiti ákvæði 21. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót þegar svo háttar til að tvö lið standa jöfn að stigum til þess að skera úr um endanlega röðun liðanna í stigakeppni á grundvelli markatölu. Samkvæmt þessu var stjórn KSÍ bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti.“

Frestur málsaðila til að áfrýja máli til áfrýjunardómstóls KSÍ eru 3 dagar frá því að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar er kveðinn upp og skulu almennir frídagar ekki taldir með.

Dómurinn í máli KR:
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur á ný kveðið upp úrskurð í máli nr. 11/2020 KR gegn Stjórn KSÍ. Hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfum knattspyrnudeildar KR í málinu.

Í niðurstöðukafla segir m.a.:

„Það er álit aga- og úrskurðarnefndar að stjórn KSÍ hafi með setningu ofangreindrar reglugerðar [Covid-19 reglugerð] verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ákvæði reglugerðarinnar lúta að því með hvaða hætti ljúka skuli mótum sem ekki tekst að ljúka vegna Covid-19, þar sem slíkum ákvæðum var ekki til að dreifa í reglugerðarsafni KSÍ. Með vísan til þessa fellst aga- og úrskurðarnefnd á sjónarmið kærða í málinu um að reglugerðin breyti ekki leikjafyrirkomulagi Íslandsmótsins. Samkvæmt því stangast reglugerðin ekki á við lög KSÍ eins og kærandi heldur fram.“

„Það er álit aga- og úrskurðarnefndar að fullnægjandi lagagrundvöllur sé fyrir setningu Covid reglugerðarinnar í lögum KSÍ. Með vísan til þessa er þeirri málsástæðu kæranda að stjórn KSÍ hafi verið óheimilt að setja reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónuveiru 17. júlí 2020, þar sem hún sé andstæð lögum sambandsins og stangist að auki á við aðrar reglugerðir, hafnað.“

Enn fremur segir í niðurstöðukafla m.a.:

„Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“

Frestur málsaðila til að áfrýja máli til áfrýjunardómstóls KSÍ eru 3 dagar frá því að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar er kveðinn upp og skulu almennir frídagar ekki taldir með.

Dómurinn í máli Fram:
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur á ný kveðið upp úrskurð í máli nr. 12/2020 Fram gegn Stjórn KSÍ. Hefur aga- og úrskurðarnefnd hafnað kröfum knattspyrnudeildar Fram í málinu.

Í niðurstöðukafla segir m.a.:

„Samkvæmt gögnum málsins liggur fyrir að KSÍ byggði ákvörðun sína á meðaltali stiga og markatölu sem gerði það að verkum að Leikni var veitt sæti í efstu deild á næsta tímabili 2021/2022. Einnig liggur fyrir í gögnum málsins að miðað er við meðaltal stiga í Covid-19 reglugerðinni og voru kærandi og Leiknir jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti þegar keppni lauk. Þegar svo háttar til þarf að skera úr um hvort lið telst vera ofar í lokaröðun mótsins.“

„Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“

Enn fremur segir í niðurstöðukafla m.a.:

„Það er álit aga- og úrskurðarnefndar að ekkert mæli því gegn í þessu máli að stjórn KSÍ beiti ákvæði 21. gr. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót þegar svo háttar til að tvö lið standa jöfn að stigum til þess að skera úr um endanlega röðun liðanna í stigakeppni á grundvelli markatölu. Samkvæmt þessu var stjórn KSÍ bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti.“

Frestur málsaðila til að áfrýja máli til áfrýjunardómstóls KSÍ eru 3 dagar frá því að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar er kveðinn upp og skulu almennir frídagar ekki taldir með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Thiago geri Liverpool að lélegra liði

Segir að Thiago geri Liverpool að lélegra liði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“

Arnar og Eiður Smári funda aftur með Lagerback – „Eiður og Lars eiga mjög gott samband“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu tölfræðinu – Munurinn á Bruno Fernandes í stórleikjum og þeim sem minni eru

Sjáðu tölfræðinu – Munurinn á Bruno Fernandes í stórleikjum og þeim sem minni eru
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“

Gary Martin æfir með stórstjörnu í Dubai – „Ég er á floti“
433Sport
Í gær

Stjóri Celtic skilur ekkert í gagnrýni á ferð liðsins til Dubai – „Ég biðst ekki afsökunar“

Stjóri Celtic skilur ekkert í gagnrýni á ferð liðsins til Dubai – „Ég biðst ekki afsökunar“
433Sport
Í gær

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“

Mustafi kveður Özil – „Því miður höfum við sem lið ekki geta aðstoðað þig“