fbpx
Fimmtudagur 03.desember 2020
433Sport

Twitter sérfræðingurinn Özil telur sig vera með lausn fyrir niðurbrotna Þjóðverja

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spánverjar eru komnir í undanúrslit Þjóðadeildarinnar eftir 6-0 stórsigur á Þýskalandi í gær. Þetta er stærsta tap Þjóðverja í frá árinu 1931. Spánverjar þurftu sigur til að komast áfram en Þjóðverjum dugði jafntefli.

Ferrán Torres skoraði þrennu fyrir Spán og Morata, Rodri Hernández og Mikel Oyarzabal skoruðu eitt mark hver.

Þjóðverjar eru niðurbrotnir enda landsliðið þeirra vel mannað og krafan er að liðið vinni hvern einasta leik.

Joachim Löw hefur síðustu tvö ár reynt að byggja upp nýtt lið og útilokaði meðal annars leikmenn eins og Jerome Boateng og Thomas Muller.

Mesut Özil valdi sjálfur að hætta efitr HM 2018 en hann ráðleggur Löw að fá Boateng aftur inn í liið. „Tími til að taka Jerome Boateng aftur,“ skrifaði Twitter sérfræðingurinn, Özil um málið.

Özil fær að mæta á æfingar hjá Arsenal en hefur ekki fengið að spila síðan í mars, hann hefur síðustu vikur vakið athygli sem sérfræðingur á Twitter um öll helstu málefni fótboltans.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar
433Sport
Í gær

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Í gær

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi
433Sport
Í gær

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð