fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Hannes gráti næst og veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 22:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson var gráti næst þegar hann ræddi um framtíð sína með landsliðinu eftir 0-4 tap gegn Englandi. Hann veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta landsleik.

Hannes hefur staðið vaktina í markinu í gegnum bestu ár í knattspyrnusögu Ísland. „Ég veit það ekki,“ sagði Hannes við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð2 Sport í kvöld þegar hann var spurður um hvort þetta hafi verið hans síðasti landsleik.

„Það verður að koma í ljós. Ef það fer svo, þá var þetta góður tímapunktur. Að jafna Birki Kristinsson vin minn í leikjafjölda,“ sagði Hannes sem lék sinn 74 landsleik í kvöld og jafnaði met Birkis Kristinssonar yfir fjölda landsleikja fyrir markvörð.

„Framhaldið verður að koma í ljós, það er mikið af tilfinningum í þessu núna. Erum að jafna okkur á því að hafa ekki komist á Evrópumótið, þessu hörmulega tapi um daginn. Núna eru nokkrir mánuðir í næsta verkefni, það þarf að ráða þjálfara og draga. Ég var að horfa á að spila þetta Evrópumót og svo hefði maður séð til, við sjáum til hvernig þetta þróast.“

Hannes sagði að leikmenn liðsins hefðu farið þetta á hnefanum síðustu daga eftir tapið gegn Ungverjum og felldi tár þegar hann fór að hugsa til baka og í framtíðina.

„Þetta tók mjög á okkur þessi Ungverja leikur, það er búið að taka á að rífa okkur aftur í gang. Það er eins og hafi maður farið þetta á hnefanum, tilfinningarnar eru að koma út núna. Mögulega síðasti leikur hjá mörgum sem hafa spilað saman lengi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Ísland fer á EM!

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag
433Sport
Í gær

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri