fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Mourinho kaldhæðinn í garð landsleikjahlésins – „Miklar tilfinningar, frábærir vináttuleikir“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, lét óánægju sína með landsleikjahléið í ljós með kaldhæðnislegu innleggi á samfélagsmiðlinum Instagram í dag. Matt Doherty, leikmaður Tottenham, hefur verið greindur með Covid-19 í landsliðsverkefni með Írlandi.

„Frábær vika af fótbolta að baki. Miklar tilfinningar í landsleikjunum, frábærir vináttuleikir og fyllsta öryggis gætt,“ stóð meðal annars í færslu Mourinho.

Það má lesa úr færslu Mourinho að hann sé ósáttur með það hvernig staðið sé að öryggismálum í landsleikjunum. Meðal annars framkvæmd á Covid-19 skimunum þar sem hann segir að niðurstöður berist leikmönnum eftir leik.

Knattspyrnustjórinn slær síðan á létta strengi í lok færslunnar.

„Eftir enn eina æfinguna þar sem ég þjálfa sex leikmenn er nú kominn tími til þess að ég slaki á,“ skrifaði Mourinho.

Mourinho hafði fyrr í mánuðinum lýst yfir óánægju sinni með landsleikjahléið. Hann bjóst aðeins við neikvæðum fréttum um leikmenn sína eftir hléið.

„Ég býst aldrei við góðum fréttum frá landsliðunum, ég býst bara við neikvæðum hlutum. Aldrei góðum hlutum,“ sagði Mourinho í viðtali fyrir leik Tottenham og Ludogorets í Evrópudeildinni fyrr í mánuðinum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Jose Mourinho (@josemourinho)

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Ísland fer á EM!

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag
433Sport
Í gær

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri