fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Biðjast afsökunar á því að hafa brotið reglur um helgina – „Þetta spilaðist svona í kjölfar fréttanna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 12:02

Frá fögnuði Leiknis um helgina. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Leiknis harmar það að leikmenn og starfsmenn félagsins hafi brotið sóttvarnarreglur á föstudag þegar KSÍ blés Íslandsmótin af. Sú ákvörðun KSÍ varð til þess að Leiknir fór upp í efstu deild í annað sinn í sögu félagsins.

Leikmenn og starfsmenn félagsins fögnuðu þeim merka áfanga vel og innilega en á sama tíma voru reglur um sóttvarnir brotnar. Málið er nú á borði lögreglu.

Yfirlýsing Leiknis:
Stjórn Leiknis Reykjavík harmar þá atburðarás sem fór af stað eftir að fréttir bárust um ákvörðun KSÍ að Íslandsmóti yrði hætt og þar með ljóst að Leiknir myndi spila í efstu deild á næstu leiktíð.

Leikmenn í meistaraflokki liðsins voru að ljúka æfingu, þar sem þágildandi reglum varðandi æfingar var fylgt, þegar þetta var tilkynnt og viðurkennist að fagnaðarlætin fóru fram úr hófi miðað við þær reglur sem eru í gildi og þær sem voru í gildi á þeim tíma varðandi fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir.

Stjórnin vill undirstrika að ekki var um skipulagðan viðburð að ræða heldur spilaðist þetta svona í kjölfar fréttanna.

Félagið biðst afsökunar á þessari framgöngu og hvetur alla til að fara að fyrirmælum stjórnvalda og snúa bökum saman í baráttunni við faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“

Hörður lýsir ótrúlegum vendingum – „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég vaknaði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Í gær

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik