fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Sóley Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 29. október 2020 22:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annarri umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar var að ljúka.

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði allan leikinn í marki Arsenal í öruggum 3-0 sigri.

Arsenal gerði út um leikinn á nokkurra mínútna kafla. Edward Nketiah skoraði fyrsta mark leiksin á 42. mínútu. Annað mark Arsenal skoraði Joseph Willock á 44. mínútu. Arsenal gátu gengið sáttir til hálfleiks.

Þeir byrjuðu síðari hálfleik af krafti. Þriðja mark Arsenal kom á 46. mínútu. Þar var að verki Nicolas Pépé. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Rúnar Alex getur fagnað góðum sigri í sínum fyrsta leik með Arsenal.

Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmar þegar þeir tóku á móti Rijeka. Leiknum lauk með öruggum 4-1 sigri AZ.

Fyrsta mark AZ skoraði Teun Koopmeiners á sjöttu mínútu. Albert Guðmundsson skoraði annað mark AZ á 20. mínútu. Á 51. mínútu skoraði Jesper Karlsson þriðja mark AZ og róðurinn orðinn þungur fyrir Rijeka.

Albert bætti við sínu öðru marki og fjórða marki AZ á 60. mínútu. Sandro Kulenović klóraði í bakkann fyrir Rijeka með marki á 72. mínútu. Lengra komust þeir ekki og 4-1 stórsigur AZ staðreynd.

AZ Alkmar er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn þegar PAOK og Granada gerðu markalaust jafntefli í Evrópudeildinni.

PAOK er með tvö stig eftir tvo leiki.

Arsenal 3 – 0 Dundalk
1-0 Edward Nketiah (42′)
2-0 Joseph Willock (44′)
3-0 Nicolas Pépé (46′)

AZ Alkmar 4 – 1 Rijeka
1-0 Teun Koopmeiners (6′)(Víti)
2-0 Albert Guðmundsson (20′)
3-0 Jesper Karlsson (51′)
4-0 Albert Guðmundsson (60′)
4-1 Sandro Kulenović (72′)

Granada 0 – 0 PAOK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí

Hjörtur Hjartarson snéri aftur á skjáinn um helgina eftir sjö ára frí
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar

Víkingur staðfestir komu Arons – Á að keppa við Ingvar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær

Segir FIFA gera lítið úr öðrum leikmönnum eftir Ronaldo ákvörðunina í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð

Rooney var á Brúnni í gær – Segir þetta eina bestu frammistöðu bakvarðar sem hann hefur séð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514

Ronaldo velur staðinn fyrir giftingu sína næsta sumar – Kirkjan var byggð árið 1514
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Í gær

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM

FIFA beygir reglurnar sínar – Ronaldo verður ekki í banni á HM
433Sport
Í gær

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester

Chelsea fór illa með Barcelona – Óvænt í Manchester