fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Albert með tvennu í stórsigri – Rúnar hélt hreinu

Sóley Guðmundsdóttir
Fimmtudaginn 29. október 2020 22:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annarri umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar var að ljúka.

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði allan leikinn í marki Arsenal í öruggum 3-0 sigri.

Arsenal gerði út um leikinn á nokkurra mínútna kafla. Edward Nketiah skoraði fyrsta mark leiksin á 42. mínútu. Annað mark Arsenal skoraði Joseph Willock á 44. mínútu. Arsenal gátu gengið sáttir til hálfleiks.

Þeir byrjuðu síðari hálfleik af krafti. Þriðja mark Arsenal kom á 46. mínútu. Þar var að verki Nicolas Pépé. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Rúnar Alex getur fagnað góðum sigri í sínum fyrsta leik með Arsenal.

Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmar þegar þeir tóku á móti Rijeka. Leiknum lauk með öruggum 4-1 sigri AZ.

Fyrsta mark AZ skoraði Teun Koopmeiners á sjöttu mínútu. Albert Guðmundsson skoraði annað mark AZ á 20. mínútu. Á 51. mínútu skoraði Jesper Karlsson þriðja mark AZ og róðurinn orðinn þungur fyrir Rijeka.

Albert bætti við sínu öðru marki og fjórða marki AZ á 60. mínútu. Sandro Kulenović klóraði í bakkann fyrir Rijeka með marki á 72. mínútu. Lengra komust þeir ekki og 4-1 stórsigur AZ staðreynd.

AZ Alkmar er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn þegar PAOK og Granada gerðu markalaust jafntefli í Evrópudeildinni.

PAOK er með tvö stig eftir tvo leiki.

Arsenal 3 – 0 Dundalk
1-0 Edward Nketiah (42′)
2-0 Joseph Willock (44′)
3-0 Nicolas Pépé (46′)

AZ Alkmar 4 – 1 Rijeka
1-0 Teun Koopmeiners (6′)(Víti)
2-0 Albert Guðmundsson (20′)
3-0 Jesper Karlsson (51′)
4-0 Albert Guðmundsson (60′)
4-1 Sandro Kulenović (72′)

Granada 0 – 0 PAOK

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir nefnir stóran mun á íslenska landsliðinu í dag og því sem hann þjálfaði

Heimir nefnir stóran mun á íslenska landsliðinu í dag og því sem hann þjálfaði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur

Fóru að reikna og komust að því að þetta væri sú stjarnfræðilega upphæð sem kæmi í kassann ef Messi semur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ

Flytja skrifstofur sínar í höfuðstöðvar KSÍ
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri

Segir að Gyokeres verði að létta sig til að ná árangri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Borgaði konunni 160 milljónir fyrir að ræða ekki málin – Neitar fyrir að hafa nauðgað henni 39 sinnum

Borgaði konunni 160 milljónir fyrir að ræða ekki málin – Neitar fyrir að hafa nauðgað henni 39 sinnum