fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Rashford með þrennu í sigri United – Barcelona vann Juventus

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 22:06

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annarri umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld. Manchester United vann 5-0 stórsigur á þýska liðinu RB Leipzig þar sem Marcus Rashford skoraði þrennu. Þá vann Barcelona með Lionel Messi í fararbroddi 0-2 útisigur gegn Juventus.

Í H-riðli vann Manchester United 5-0 sigur gegn þýska liðinu RB Leipzig, leikið var á Old Trafford í Manchester. Mason Greenwood kom heimamönnum yfir á 21. mínútu, staðan í hálfleik var 1-0. United gekk á lagið í seinni hálfleik. Rashford skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili á 76. og 78. mínútu. Það var síðan Anthony Martial sem kom United í  stöðuna 4-0 með marki úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Marcus Rashford fullkomnaði síðan þrennu sína með marki á 90. mínútu og innsiglaði 5-0 sigur United. Liðið er með fullt hús stiga í 1. sæti riðilsins eftir tvær umferðir. RB Leipzig er í 3. sæti með 3 stig.

Í G-riðli vann Barcelona sterkan útisigur gegn ítölsku meisturunum í Juventus sem léku án Cristiano Ronaldo. Ousmane Dembele kom Barcelona yfir með marki á 14, mínútu. Juventus fékk vítaspyrnu á 55. mínútu, Alvaro Morata tók spyrnuna en brást bogalistin. Á 85. mínútu fékk Merih Demiral, leikmaður Juventus, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fimm mínútum síðar innsiglaði Lionel Messi 0-2 sigur Barcelona með marki úr vítaspyrnu. Barcelona er í 1. sæti riðilsins með 6 stig, Juventus er í 2. sæti með 3 stig.

Í hinum leik G-riðilsins tók Ungverska liðið Ferencvaros á móti Dynamo Kyiv. Dynamo Kyiv komst í stöðuna 0-2 með mörkum á 28. og 41. mínútu. Á 59. mínútu minnkuðu heimamenn í Ferencvaros muninn og það var síðan Franck Boli sem jafnaði metinn fyrir Ferencvaros og tryggði þeim jafntefli. Liðin sitja eftir leikinn í þriðja og fjórða sæti riðilsins með 1 stig.

Í F-riðli tók þýska liðið Borussia Dortmund á móti rússneska liðinu Zenit frá Pétursborg. Jadon Sancho kom Dortmund yfir með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Það var síðan norðmaðurinn Erling Braut Haaland sem innsiglaði 2-0 sigur heimamanna með marki á 90. mínútu. Dortmund er eftir leikinn í 3. sæti riðilsins með 3 stig. Zenit er í 4 sæti með 0 stig.

Club Brugge og Lazio gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik F-riðilsins. Joaqin Correa kom Lazio yfir með marki á 14. mínútu. Á 42. mínútu jafnaði Hans Vanaken metin fyrir Club Brugge. Fleiri mörk voru ekki skoruð. Lazio er eftir leikinn í 1. sæti riðilsins með 4 stig, Club Brugge er í 2. sæti einnig með 4 stig.

Í E-riðli vann spænska liðið Sevilla, 1-0 sigur á franska liðinu Rennes. Eina mark leiksins var skorað á 55. mínútu og þar var að verki hollendingurinn Luuk De Jong. Sevilla er eftir leikinn í 2. sæti riðilsins með 4 stig. Rennes er í 3. sæti með 1 stig.

 

H-riðill
Manchester United 5 – 0 RB Leipzig 

1-0 Mason Greenwood (’21)
2-0 Marcus Rashford (’76)
3-0 Marcus Rashfor (’78)
4-0 Anthony Martial (’87, víti)

G-riðill
Juventus 0 – 2 Barcelona 
0-1 Ousmane Dembele (’14)
0-2 Lionel Messi (’90, víti)

Ferencvaros 2 – 2 Dynamo Kyiv
0-1 Viktor Tsigankov (’28)
0-2 Carlos De Pena (’41)
1-2 Tokmac Chol Nguen (’59)
2-2 Franck Boli (’90)

F-riðill 
Borussia Dortmund 2 – 0 Zenit 
1-0 Jadon Sancho (’78, víti)

Club Brugge 1 – 1 Lazio 
0-1 Joaquin Correa (’14)
1-1 Hans Vanaken (’42

E-riðill 
Sevilla 1 – 0 Rennes
1-0 Luuk De Jong (’55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar