fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Real Madrid hafði betur í El Clasico

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 24. október 2020 15:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid vann 1-3 sigur á Barcelona í leik sem jafnan er nefndur El Clasico í spænsku úrvalsdeildinni. Leikið var á Camp Nou í Barcelona.

Real Madrid komst yfir strax á 5. mínútu. Markið skoraði Federico Valverde eftir stoðsendingu frá Karim Benzema.

Leikmenn Barcelona voru hins vegar fljótir að svara fyrir sig. Aðeins þremur mínútum eftir mark Real Madrid var Ansu Fati búinn að jafna metin fyrir Börsunga.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 63. mínútu þegar Real Madrid fékk vítaspyrnu. Sergio Ramos, fyrirliði Real tók spyrnuna og skoraði fram hjá Neto í marki Barcelona.

Luka Modric innsiglaði síðan góðan sigur Real með marki á 90. mínútu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð 1-3 sigur Real Madrid staðreynd.

Real er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 6 leiki. Barcelona er í 10. sæti með 7 stig eftir 5 leiki.

Barcelona 1 – 3 Real Madrid
0-1 Federico Valverde (‘5)
1-1 Ansu Fati (‘8)
1-2 Sergio Ramos (’63)
1-3 Luka Modric (’90)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar