fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Lewandowski óstöðvandi í sigri Bayern

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 24. október 2020 15:26

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen vann öruggan 5-0 sigur á Frankfurt í leik liðanna í þýsku úrvalsdeildinni. Robert Lewandowski skoraði þrennu í leiknum og er nú kominn með 10 mörk í 5 leikjum í deildinni á þessu tímabili.

Lewandowski skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu. Hann tvöfaldaði síðan forystu Bayern með marki á 26. mínútu.

Á 61. mínútu fullkomnaði Lewandowski síðan þrennuna með sínu þriðja marki í leiknum.

Leroy Sane bætti við fjórða marki Bayern með marki á 72. mínútu. Það var síðan Jamal Musiala sem innsiglaði 5-0 sigur Bayern með marki á 90. mínútu.

Bayern er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 5 leiki.

Lewandowski skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í dag. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar til þess að skora 10 mörk í fyrstu fimm leikjum tímabilsins.

Bayern Munchen 5 – 0 Frankfurt
1-0 Robert Lewandowski (’10)
2-0 Robert Lewandowski (’26)
3-0 Robert Lewandowski (’61)
4-0 Leroy Sane (’73)
5-0 Jamal Musiala

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?