Everton verður án James Rodriguez er liðið heimsækit Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina, frá þessu greindi Carlo Ancelotti á fréttamannafundi í gær.
James meiddist í jafntefli gegn Liverpool um síðustu helgi og hefur ekki náð að jafna sig. Þá er Richarlison í banni og Seamus Coleman er að auki meiddur.
Everton er á toppi deildarinnar eftir fimm leiki og er liðið með þrettán stig en Gylfi Þór Sigurðsson hefur byrjað einn af fimm deildarleikjum.
Ensk blöð telja að Bernard komi inn fyrir James frekar en Gylfi Þór og þá er talið að Alex Iwobi taki stöðu Richarlison í fremstu víglínu.
Líkleg byrjuanrlið Everton (4-3-3): Jordan Pickford, Jonjoe Kenny, Yerry Mina, Michael Keane, Lucas Digne, Abdoulaye Doucoure, Allan, Andre Gomes, Bernard, Dominic Calvert-Lewin, Alex Iwobi