Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk er Valerenga vann Sandefjord 0-3 í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Mörk Viðars komu á 20. og 68. mínútu. Matthías Villhjálmsson byrjaði á varamannabekk Valerenga en kom inn á fyrir Viðar þegar 80. mínútur voru liðnar af leiknum
Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord en var skipt af velli á 56. mínútu. Emil Pálsson var ónotaður varamaður í liði Sandefjord.
Valerenga er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 38 stig. Sandefjord er í 13. sæti með 23 stig.
Fyrr í dag töpuðu Davíð Kristján Ólafsson og félagar í Álasund 4-0 gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni. Stabæk er eftir leikinn í 8. sæti með 28 stig og sigla lignan sjó um miðja deild.
Lærisveinar Jóhannesar Harðarsonar í Start eru í harðri fallbaráttu í norsku úrvalsdeildinni. Liðið gerði í dag 1-1 jafntefli við Stromsgodset og situr í 14. sæti deildarinnar með 19 stig.