Samvkæmt frétt A Bola í Portúgal gæti Bruno Fernandes miðjumaður Manchester United verið á leið í sóttkví við komuna til Bretlands á morgun. Ástæðan er COVID-19 smit Cristiano Ronaldo samlanda hans.
Ronaldo greindist með veiruna í landsliðsverkefni Portúgals í gær og var settur í einangrun en landslið Portúgals hefur verið saman síðustu vikuna.
Samvkæmt ströngustu reglum í Bretlandi þarf einstaklingur sem hefur verið í samfloti með smituðum einstaklingi að fara í tveggja vikna sóttkví.
Manchester United vonast til þess að undanþága um atvinnumenn gildi yfir þetta og að Fernandes verði klár í slaginn gegn Newcastle um helgina.
Ef Fernandes fer í sóttkví missir hann af leikjum við Newcastle, PSG, Chelsea og RB Leipzig en talsverð aukning er í smitum á meðal knattspyrnumanna þessa dagana.