fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Góður sigur hjá U17: Íslenskur leikmaður markahæstur og besti framherjinn

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 26. janúar 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

U17 landslið karla mætti Úsbekistan í gær, laugardag, í leik um 7.-8. sætið á æfingamóti UEFA (UEFA Development tournament) sem fram fer í Hvíta-Rússlandi. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu og hafnaði í neðsta sæti síns riðils, þrátt fyrir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar.

Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og ógnaði marki Úsbekistan strax á fyrstu mínútum leiksins og svo hvað eftir annað út hálfleikinn, án þess þó að ná að skora. Úsbekar náðu í tvígang að skapa usla upp við mark Íslands. Markalaust í hálfleik.
Úsbekar byrjuðu vel eftir hlé og voru nálægt því að skora eftir þrjár mínútur.

Það var Ísland sem náði forystunni á 47. mínútu þegar Jakob Franz Pálsson skoraði með óvæntu og glæsilegu skoti vinstra megin í teignum. Úsbekistan jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar. Íslenska vörnin skallaði þá hornspyrnu frá marki, en leikmaður Úsbekistan tók þar á móti boltanum og skoraði með góðu skoti frá vítateigslínu.

Hákon Arnar Haraldsson og Daniel Dejan Djuric komu inn á eftir klukkutíma leik og góður samleikur þeirra skapaði mark strax á 64. mínútu, þegar Kristian Nökkvi Hlynsson renndi boltanum í netið.

Liðin skiptust á að sækja það sem eftir lifði leiks, en íslenska liðið komst nær því að bæta við marki. Lokatölur 2-1 sigur fyrir Ísland, sem hafnaði í 7. sæti mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls