fbpx
Mánudagur 30.júní 2025
433Sport

Fyrrverandi leikmaður Southampton og Portsmouth í verulega vondum málum

433
Föstudaginn 24. janúar 2020 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jhon Viáfara, fyrrverandi landsliðsmaður Kólumbíu í knattspyrnu, hefur verið framseldur til Bandaríkjanna til að svara til saka í umfangsmiklu fíkniefnamáli.

Viáfara þekkja eflaust margir aðdáendur enska fótboltans því hann spilaði um tíma með Portsmouth og Southampton. Hann spilaði fjórtán leiki með Portsmouth og 76 leiki með Southampton á árunum 2005 til 2008. Í millitíðinni lék hann sem lánsmaður með Real Sociedad. Þá lék hann 34 landsleiki fyrir Kólumbíu á árunum 2003 til 2010. Skórnir fóru upp í hillu árið 2015.

Viáfara var handtekinn í mars í fyrra vegna gruns um aðild að Gulf Clan-glæpasamtökunum í Kólumbíu. Hann er talinn hafa átt þátt í að smygla miklu magni af kókaíni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Verðmæti efnanna er talið nema rúmum þremur milljörðum króna.

Verði Viáfara fundinn sekur gæti hann átt mjög þungan dóm yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar