fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Augnablik skoraði fimm í sigri á Gróttu

Sóley Guðmundsdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir voru spilaði í Lengjudeildinni í kvöld. Fyrr í dag tók Völsungur á móti Tindastól. Tindastóll sigraði með fjórum mörkum gegn engu.

Afturelding heimsótti ÍA upp á Akranes. Afturelding sigraði leikinn með þremur mörkum gegn einu. Alda Ólafsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins út vítaspyrnu fyrir Aftureldingu á 58. mínútu. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti öðru marki við á 67. mínútu. Erla Karitas Jóhannesdóttir minnkaði muninn fyrir ÍA á 79. mínútu. Þrjú eitt sigur Aftureldingar var innsiglaður með marki frá Maeve Anne Burger á 86. mínútu.  Eftir leikinn er Afturelding í fjórða sæti með 24 stig og ÍA í því áttunda með 12 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Í Kópavogi tók Augnablik á móti gróttu. Grótta skoraði fyrsta mark leiksins áður en Augnablik tók leikinn í sínar hendur. Þórhildur Þórhallsdóttir jafnaði metin fyrir Augnablik eftir stoðsendingu frá Ísafold Þórhallsdóttur. Margrét Brynja Kristinsdóttir skoraði annað mark Augnablik sem kom einnig eftir undirbúning Ísafoldar. Varamaðurinn Björk Bjarmadóttir setti þriðja mark heimastúlkna.  Margrét og Björk bættu við sínu markinu hvort undir lok leiks. Stórsigur Augnabliks staðreynd eftir að þær voru 0-1 undir í hálfleik.

Á Víkingsvelli tók Víkingur Reykjavík á móti Fjölni. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimakvenna. Eina mark leiksins skoraði Dagný Rún Pétursdóttir eftir undirbúning Nadíu Atladóttur. Fjölnir fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn og ná einu stigi út úr leiknum þegar þær fengu vítaspyrnu á 81. mínútu. Hlín Heiðarsdóttir fór á vítapunktinn og skaut í slána. Eftir leikinn er fjölnir í næst neðsta sæti með sjö stig. Víkingur er í sjöunda sæti með 18 stig.

ÍA 1 – 3 Afturelding

0-1 Alda Ólafsdóttir (58′) (Víti)
0-2 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (67′)
1-2 Erla Karitas Jóhannesdóttir (79′)
1-3 Maeve Anne Burger (86′)

Augnablik 5 – 1 Grótta

0-1 Eydís Lilja Eysteinsdóttir (13′)
1-1 Þórhildur Þórhallsdóttir (50′)
2-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir (68′)
3-1 Björk Bjarmadóttir (74′)
4-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir (87′)
5-1 Björk Bjarnadóttir (89′)

Víkingur R. 1 – 0 Fjölnir

1-0 Dagný Rún Pétursdóttir (22′)

Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengin af urslit.net og fotbolti.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi
433Sport
Í gær

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Í gær

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus