fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Breka ofbauð þegar hann fór með dóttur sína á Akranes í gær: „Er til háborinnar skammar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. september 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamaðurinn fyrrverandi, Breki Logason gerði sér ferð á Akranes í gær til að sjá sína menn í Val heimsækja Skagamenn í efstu deild karla. Breki er harður stuðningsmaður Vals og sést á allflestum leikjum.

Með Breka í för var dóttir hans en feðginin horfðu á Val vinna sinn áttunda sigur í röð í deildinni en það var ekki það sem stóð upp úr í ferðinni.

,,Fór með dóttur mína uppá Skaga að horfa á Valsmenn spila við ÍA. Tókum sérstaklega eftir því hvað krakkarnir ÍA-megin voru dónalegir. Gera lítið úr andstæðingum og setja puttannn á loft. Eftir að hafa setið fyrir aftan ÍA bekkinn skil ég þetta betur,“ skrifar Breki á Twitter í gær.

Hann segir að Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA og aðrir á varamannabekk Skagans hafi hagað sér illa. ,,Hvernig þjálfari ÍA og aðrir á bekknum haga sér er til háborinnar skammar. Eitt er að sýna passion og hvetja lið sitt áfram – þetta er bara dónaskapur og þeim öllum til minnkunar.“

Breki minnir Skagamenn á það að fullorðnir þáttakendur leiksins séu fyrirmyndir fyrir börn sem koma og horfa á. „Það eru börn að fylgjast með og þetta eru fyrirmyndir. Standard takk.“

Valur vann 4-2 sigur og er forskot liðsins á toppi deildarinnar nú átta stig þegar liðið á átta leiki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rúta PSG fór án Mbappe

Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Í gær

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur

Ekki ósnertanlegur í sumar þrátt fyrir eigin ummæli – Verður launahæstur næsta vetur
433Sport
Í gær

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Í gær

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins

Fyrsti maðurinn inn á Anfield? – Mætti á leik liðsins