fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Koma íslensku konunum til varnar – Nadía með óbragð í munni eftir að hafa verið sökuð um vændi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden birtist berrassaður á forsíðu enska götublaðsins The Sun í morgun, þar er hann á Hótel Sögu á sunnudagskvöld. Phil Foden og liðsfélagi hans Mason Greenwood voru reknir heim úr verkefni enska landsliðsins í gær eftir heimsókn á hótel liðsins frá tveimur íslenskum stúlkum.

Myndband af heimsókn kvennanna til landsliðsmannanna barst DV í gær sem greindi fyrst allra miðla frá því að ensku landsliðsmennirnir hefðu brotið íslenskar sóttvarnarreglur þegar Foden og Grenwood buðu stelpunum á hótel sitt. Málið hefur vakið heimsathygli. Öll stærstu blöð Englands fjalla um málið á forsíðu eða baksíðu sinni í dag og þar birtast myndir af íslensku stúlkunum, Láru Clausen, sem tók upp myndskeiðin af heimsókn hennar og Nadíu Sif Líndal á hótel enska landsliðsins í fyrradag.

Stúlkurnar tvær hafa mátt þola nokkuð af drusluskömm eftir atvikið en fleiri taka upp hanskann fyrir þær. „Tvær ungar konur hitta tvo fótboltamenn á sama aldri. Þetta var vissulega heimskulegt, vegna reglna um sóttvarnir, en getum við verið sammála um það að það sé algjör óþarfi að fara hamförum á samfélagsmiðlum með slíkum hroða að það mun augljóslega valda þessum ungu konum nokkrum skaða?,“ Skrifar Helga Vala Helgadóttir um málið en það var Hringbraut sem vakti fyrst athygli á skrifum hennar.

„Rétt upp hönd þið sem aldrei hafið gert neitt heimskulegt. Rétt upp hönd þið sem þakkið fyrir það á hverjum degi að samfélagsmiðlar voru ekki til þegar þið voruð á aldrinum 15-25. Eigum við kannski að gefa þeim smá séns?“

Nadía opinberar þá sem hafa drullað yfir sig: 

Nadía Sif sem heimsótti hótelið með vinkonu sinni hefur opinberað þá sem hafa sagt niðrandi hluti um þær vinkonur á samfélagsmiðlum og skrifar með. „Virkilega fallegt hvernig fullorðið fólk talar um 20 og 19 ára gamlar stelpur.
Við gerum okkur fulla grein fyrir öllu og tek það aftur framm, nei, við vissum ekki að þeir væru í sóttkví og er ekki nóg að hafa liggur við allt Bretland að kenna okkur um þetta allt og hrauna yfir okkur? Að halda framm vændum og fleira með 20 og 19 ára gamlar stelpur er langt frá því að vera í lagi og hvað þá að koma frá fólki sem á börn og barnabörn. Við höfum ekkert sagt nema að við vorum að hanga saman og spjalla. Virkilega ógeðslegt. Er komin með upp í kok, þurfti að segja einhvað. Þessar myndir er langt frá því að vera allur viðbjóðurinn sem þetta fullorða fólk er að láta frá sér.

Virkilega fallegt hvernig fullorðið fólk talar um 20 og 19 ára gamlar stelpur.
Við gerum okkur fulla grein fyrir öllu og…

Posted by Nadía Sif Líndal Gunnarsdóttir on Monday, 7 September 2020

Fleiri taka upp hanskann:

Elísabet Ormslev, söngkona skrifar um málið á Twitter síðu sinni og segir. „Það er embarrassing hvað fullorðið fólk leyfir sér að kommenta á netinu. Þetta var 100% dómgreindarleysi hjá þessum stelpum, algjörlega, en ég skal kaupa kippu af bjór handa þeim sem gerðu ekki mistök og skitu uppá bak einhvern tímann fyrir eða um tvítugt.“

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans tekur einnig upp hanskann fyrir stúlkurnar. „Þetta eru allt krakkar og hver gerði ekki einhverjar gloríur á þessum aldri án þess að þurfa að lenda í hakkavél heimspressunnar. Guði sé lof að ekki var til Snapchat í gamla daga,“ skrifar Björn Ingi og heldur svo áfram

„Fyrir ári eða svo voru hugtök á borð við sóttkví fyrst og fremst fræðilegur möguleiki, en nú eru breyttir tímar. Því miður. Ég vona að allt þetta unga fólk komist fljótlega yfir þessi ósköp og við förum að tala um eitthvað annað. Ég hef orðið vaxandi óþol fyrir sífelldum kröfum um galdrabrennur nútímans.“

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifar. „Fólk ætti kannski að lesa orð Mason Greenwood og hætta að smána þessar stúlkur?.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Í gær

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta