fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
433Sport

Landsliðsmaður með dólg en ekkert gert – Gunnar spyr hvort leikmönnum sé refsað eftir frægð

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 20. júlí 2020 14:21

Til vinstri: Brynjólfur // Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson - Til hægri: Birkir Már // Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar umræður hafa verið í gangi um Brynjólf Andersen, leikmann Breiðabliks, í kjölfar leiks Vals og Breiðabliks í gær. Þá hefur sérstaklega dómgæslan vakið upp umræðurnar en Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leikinn.

„Leiðinleg umræða sem skapast hefur í kringum Brynjólf Andersen, oft skotspónn fyrir að vera litríkur karakter,“ segir Gunnar Birgisson, knattspyrnuþjálfari og íþróttafréttamaður, á Twitter síðu sinni. Brynjólfur fékk gult spjald í fyrri hálfleik en að mati margra átti hann að fá annað gult, og þar með rautt spjald, í leiknum.

„Hér er á ferðinni einn hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar. Nær eini umræðupunktur um hann í gær var að hann ætti að fá rautt,“ segir Gunnar en hann deilir síðan myndskeiðum af ýmsum atvikum úr leik gærdagsins sem vekja upp spurningar um dómgæslu leiksins. Valsarar sjást brjóta af sér en uppskera ekki spjöld fyrir  brotin. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, tók einnig eftir þessu en hann biðlar til dómarastéttarinnar í viðtali við Vísi. „Það er dæmt í hvert skipti hann [Brynjólfur] snertir mann en hann fær ekkert hjá einum né neinum. Með þessu áframhaldi gerum við lítið annað en að hrekja besta leikmanninn í deildinni úr landi. Bið bara til dómarastéttarinnar að sýna sanngirni.“

„Ekki gult“

Myndskeiðin sem Gunnar deilir sýna ýmis atvik sem mörgum finnst eflaust að ættu að enda með gulu spjaldi. Í fyrsta myndbandinu sem Gunnar deilir má sjá Birki Má Sævarsson landsliðsmann með dólg en hann hleypur að boltasækjara og biður um boltann, til þess eins að kasta boltanum í burtu.

Þá sýnir Gunnar atvik þar sem Brynjólfur hefði getað fengið seinna gula spjaldið. Brynjólfur hleypur á Valsara en hann sést þó reyna að draga úr hraða og reyna að komast hjá snertingu.

Í næsta myndskeiði má sjá landsliðsbakvörðinn Birki Má Sævarsson taka Brynjólf niður án þess að fá gult spjald fyrir vikið.

Síðan í næsta myndskeiði má svo aftur sjá Birki Má tækla Brynjólf en í þetta skiptið aftan frá.

„Setur einn besta varnarmann deildarinnar í annað póstnúmer“

Gunnar deilir fleiri myndskeiðum með brotum Valsara en hann segir tilganginn alls ekki vera væl. Hann segir Val hafa útfært leikinn frábærlega í gær og að þeir ættu sigurinn skilið. „En eru leikmenn spjaldaðir út frá nöfnum á bakinu á þeim?“ veltir Gunnar fyrir sér. Að lokum birtir hann myndband af gæðunum sem Brynjólfur sýndi í leiknum. „Hann setur einn besta varnarmann deildarinnar í annað póstnúmer og valsar framhjá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa

Chelsea að fá 20 milljónir fyrir meiðslapésa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

Fyrrum stjörnu Manchester United bannað að mæta á æfingar

Fyrrum stjörnu Manchester United bannað að mæta á æfingar
433Sport
Í gær

Yfirgefur City eftir 13 ár hjá félaginu

Yfirgefur City eftir 13 ár hjá félaginu
433Sport
Í gær

Tilbúinn að veita stráknum líflínu: Enn að jafna sig andlega – ,,Allir eiga skilið annað tækifæri“

Tilbúinn að veita stráknum líflínu: Enn að jafna sig andlega – ,,Allir eiga skilið annað tækifæri“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“
433Sport
Í gær

Saknar Xhaka meira en Wirtz

Saknar Xhaka meira en Wirtz